Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, maí 28, 2004

Jæja, þá er Dr. Maack á leið í sumarbústað um hvítasunnuhelgina.
Heitur pottur, bjór, afslöppun, djamm o.s.frv.
Ef það hefur eitthver áhuga á að kíkja þá er hann meira en velkomin...ætlum að reyna að fá eitthvað af fólki til að koma á laugardag og vera fram á sunnudag og djamma með okkur...þannig að endilega ef að ÞIG langar að kíkja út á land í brjálaða stemmingu bjall me sem allra fyrst... Heiðrúnar sími: 866-1654
Be there or be kassi...

föstudagur, maí 21, 2004

Já góðan og blessaðan daginn.

Dr. Maack er í góðum fíling, búin að vera á kírúgíu alla þessa vikuna.
Já ég er búin að sjá margt ansi hressandi...botlangaskurð, gallblöðru brottnám, brjóst brottnám og svo mætti lengi lengi telja.
Og viti menn, það er bara búið að líða einu sinni yfir mig...sko bara haldiði að doktorinn sé ekki bara að standa sig!!!

Annars er lítið að frétta, Jónas minn er að fara að útskrifast á morgun...til hamingju með það sæti minn!!

Júróvísíón síðustu helgi...gaman að djamma...tala ekki meira um keppnina...var til skammar!!!

föstudagur, maí 14, 2004

Ef ég ætti byssu núna þá væri ég búin að skjóta mig...

fimmtudagur, maí 13, 2004

Síðasta prófið eftir 2 klst.
Lífið byrjar aftur eftir 5 klst.
Já, ég get ekki sagt annað en að ég sé orðin ansi spennt...ég hreinlega get ekki beðið.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Hvað er verra en gubbupest??
Ég held að það sé ekki til neinn "smákvilli" sem er verri. Ég meina, maður getur ekkert gert, liggur eins og aumingi, líður eins og aumingja gjörsamlega máttlaus, ælir ef maður stendur upp, ælir ef maður drekkur vatn...þetta er hreint helvíti á jörðu!!

Ég er í vondum málum.
Próf á föstudaginn og ég á eftir að lesa um 500-600 bls.
Hvað er ég eiginlega búin að vera að slóra??
Nei nei, Dr. Maack er ekki búin að vera að slóra...Dr. Maack er búin að vera ælandi í 1 og 1/2 sólarhring og hefur ekki getað hreyft legg né lið, reynt að lesa en mjög illa gengið sökum verkja og máttleysis.
Hversu heppin getur ein manneskja verið!! Að fá þessa gubbupest akkúrat rétt fyrir síðasta prófið sitt, sem by the way var líka það próf sem ég hafði stystan tíma til að lesa fyrir og þar af leiðandi hefði mér heldur betur ekki veitt af öllum þeim tíma sem ég hafði...en nei...

laugardagur, maí 01, 2004

Ég er búin að finna uppáhálds heimasíðuna mína...
...já það fer ekki á milli mála... Happy tree frineds!!!
Þið verðið að skoða þættina...klikkið á featured episodes...

Fórum í nammiland áðan og keyptum 4,1 kg nammi...fylltum heilan bala af nammi hérna uppi í læknagarði.
Þetta er algjör viðbjóður...er búin að vera að hakka í mig, er að drepast í maganum og það sést ekki högg á vatni!!

Annars er allt fínt að frétta. Er búin að vera að reyna að lesa en er nú hálf löt. Er farið að langa soldið mikið í sumarfrí, en það eru bara 13 dagar eftir...ég hlýt að meika það!!

Vil benda á það að það er vitlaus dagsetning á blogginu hérna fyrir neðan fyrir þá sem vita það ekki. Á nefnilega ammæli 27. apríl :O

Fór í sund um daginn og synti 1 km. Það var helvíti fínt, held að mig sé bara farið að langa til að synda eitthvað smá aftur, hver veit hvað maður tekur upp á í sumar, komin tími til að brenna allt þetta nammi...