Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, febrúar 17, 2006

Hata þegar ég er búin að skrifa eitthvað og netið dettur út og allt eyðist!!! Mur mur!!

Þorrablót á morgun, já Holtablótið sjálft. Hef aldrei farið þangað áður en mér skilst að þetta sé SVAKALEGT FYLLERÍ!!! Og ég verð að segja að mig kvíður hálf fyrir. Er ég að verða gömul? Jah, maður spyr sig.
OG ég missi af Eurovision og gleymi þess vegna örugglega að kjósa Silvíu Nótt! Það verður eiginlega eitthver að minna mig á það!

Fundum upp skemmtilega nýjung í dag í verklegri haemotolgy...já nefnilega KLÁM-Jóga...frekar súrt grín...er ábyggilega ekkert fyndið núna en vá hvað þetta var fyndið í dag!

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Humm...hvað er að gerast...færsla á síðunni minni...þeta hefur ekki gerst í ár og aldaraðir. Er ég lasin? Eða hvað? Er doktorinn mættur aftur?

En mikið svakalega getur 30 km skíðaganga verið spennandi þegar maður er að lesa fyrir röntgenpróf. Ég bara verð að fygljast með hver vinnur...
Annars er lífið gott. Sunnudagur, sófi, TV, skíðaganga, röntgenmyndir á tölvuskjánum, Nóa-kúlur með lakkrís...lífið er gott...

Það sem er semsagt framundan hjá mér er 4 mánaða helvíti, já við erum að tala um lestur og lestur og jafnvel meiri lestur í 4 mánuði...en það er bara hressandi, þýðir ekkert annað en að halda haus og brosa bara. Það styttist í sumarið :-)