Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, apríl 26, 2004

Ég á ammæli í dag!
Til hamingju ég!

Hef ekkert nema frekar leiðinlega hluti að skrifa svo ég held að ég sleppi því frekar...
...njótiði lífisins...

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Dr. Maack hatar að læra þessa dagana...það gegnur alltof illa og þetta er alltof mikið efni og það er alveg mánuður eftir...

...mig langar í nammi...

Fékk góða hugmynd af grímubúning um daginn.
Ég ætla að hoppa ofan í lakkrísker og Jónas í súkkulaði ker og svo tekur hann utan um mig og þá erum við Kúlusúkk!!!

laugardagur, apríl 17, 2004

Er á lífi...er í próflestri...sem þýðir að ég er varla á lífi.
Veit allt um magann núna og lifrina...ætti samt að vita líka allt um hjartað, lungun, brisið, miltað, þarmana, innri og ytri kynfæri karla og kvenna, þvagblöðruna, gallblöðruna, þvarásina, endaþarminn, miðmæti, vélindað, barkann og örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma. Úps, soldið mikið eftir.

Lifi uppi í skóla núna, er búin að koma mér helvíti vel fyir með nóg af nammi og kóki, kælibúnað fyrir kókið mitt, alla geisladiskana mína, og já...þá þarf ég ekki fleira.
Ég verð í dvala til 14. maí en þá eru prófin loksins búin!! Jei jei jei, mikið hlakka ég til.
Svo styttist nú líka heldur betur í afmælið mitt, jei, bara 10 dagar í ammæli!! Ætla sko að gera eitthvað skemmtilegt þá :-)

En nú er það gallblaðran og bile duct sem bíða mín upp á lesstofu...
...Dr. Maack kveður frá læknagarði, heimili sínu næsta mánuðinn...over and out!

sunnudagur, apríl 11, 2004

Dr. Maack er staddur á Egilsstöðum og hefur ekki verið í netsambandi í dágóðan tíma.
Lúxus algjör hérna. Er á Hótel Héraði á Egilsstöðum, lifi lúxus lífi hérna, með anatómíu bókina í annarri, bjór í hinni og síðast en ekki síst með Jónas við hliðina á mér. Það er derkrað við mann hérna eins og ég veit ekki hvað, þrírétta máltíð öll kvöld, ball með Pöpunumí kvöld og bara stemmari.
Dr. Maack kveður frá Egilsstöðum...

Dr. Maack vill óska öllum lesendum sínu gleðilegra páska og ég vona að þið njótið lífsins yfir hátíðina.

föstudagur, apríl 02, 2004

Fór í endurtektarpróf í dag og massaði það...ekkert rugl lengur...núna er komin tími til að sýna þessum læknum hvernig á að fara að þessu...Dr. Maack er komin í haminn!!!

Fyrsta vorprófið er á mánudaginn...Samskiptafræði og fræðileg aðferð. Hálf boring. Er að frumlesa þetta shit og á helling eftir, en hei, helgin er löng. Ætla samt að henda mér aðeins í bjórinn í kvöld, algjör óþarfi að taka þessu eitthvað of alvarlega, er það ekki bara málið að vera léttur og í goody fílíng í kvöld og nótt og massa þetta svo á laugadag og sunnudag?? Jú ég held það barasta!!

Á miða á PLACEBO...líf mitt er fullkomnað!!