Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

miðvikudagur, september 22, 2004

Þrír sem lesa...humm...
...ef þið eruð fleiri ekki hika við að commenta...

Fór í gærkveldi á línuskautum frá mosfellsbæ niður í grafarvogslaug. Slatta langt en samt mátulegt og illa gott að fara beint í pottin á eftir. Hálf spúkí samt því klukkan var orðin svo marg og þess vegna alveg dimmt og við fórum í gegnum gufuneskirkjugarð á leiðinni til að losna við huge brekku...

Bara 2 vikur í próf...spáiði í því!!!! og bara 3 vikur þangað til að ég er búin í jólaprófum!!! Illa súrealískt!!!

mánudagur, september 20, 2004

Nú jæja...hahaha...það er orðið soldið pínu smá mikið aðeins langt síðan að ég bloggaði.
Er bara búin að vera í ruglinu að læra og hanga...
...er heldur ekki lengur með netið alltaf í næstu hendi, smá vesen að komast á það svo það er líka smá ástæða...en leti samt aðal ástæða.

Fór í 50 ára afmæli hjá Þórði, pabba hans Jónasar síðastliðið laugardagskvöld. Það er svo skrítið að fara í svona partý þar sem fullt er af blindfullu fullorðnu fólki, já svona BLINDFULLU fullorðnu fólki. Menntaskólapartýin eru nú ekkert verri held ég bara...

Bara þrjár vikur í próf...prump...og er ekki byrjuð á sýklafræðinni né veirufræðinni. Samt langt komin með ónæmisfræðina...ég er ekki í góðum málum!!

Veit ekki alveg hvort það sé eitthver grunnur fyrir því að ég sé að blogga hérna...ég gæti alveg verið duglegri og er svo sem alveg til í að bulla eitthvað hérna en er eitthver að lesa þetta ég bara spyr??