Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, september 30, 2005

Innflutningspartý um síðustu helgi var algjör snilld. Komu miklu fleiri en ég bjóst við svo að það var fullt út úr dyrum. Ég skemmti mér að minnsta kosti alveg konunglega og held að flestir hafi gert það. Takk kærlega fyrir komuna allir!

Annars var dagurinn eftir partý ekki skemmtilegur. Nei, hann var það sko alls ekki...og meira að segja ekki heldur dagurinn þar á eftir....já við erum að tala um tveggja daga þynnku!! Gerist ekki verra. Ég held að ég muni næstu árin að drekka ekki skot...skot eru verk djöfulsins...þvílíkur viðbjóður!

Vísindaferð eftir 1/2 tíma...og hvað haldiði...mig langar ekki einu sinni í bjór...held að þetta hafi barasta aldrei gerst áður. Anyway þá fann ég nágrannanet hérna heima svo að ég ætti að geta stolist af og til á netið og hver veit nema að bullið detti út úr mér og á lyklaborðið og birtist ykkur til skemmtunar jafnvel oftar en hefur verið undanfarið (ekki að það verði nú neitt mjög erfitt)

miðvikudagur, september 14, 2005

Jæja, á maður að fara að virkja aftur að skrifa...????
Ég gerði bara eitthvern vegin ráð fyrir að það væri enginn að lesa hérna þar sem ég fékk aldrei nein comment svo að ég hætti bara. En er eitthver sem er að lesa??

Anyway, þá er Dr. Maack komin á fullt skrið. As I speak now, þá sit ég hérna í græna skurðgallanum og hvíta sloppnum yfir að chilla í góðum fíling á LSH. Það er búið að vera rosa gaman í verknáminu, maður kann ekki neitt, er eins og hálviti og læknarnir grilla mann fram og tilbaka. En eitthverra hluta vegna er sjarmi yfir þessu og maður vaknar upp á hverjum morgni og hlakkar til að fara niður á spítala.

En aðal fréttirnar eru samt sem áður að ég er orðin íbúðareigandi :-) Loksins erum við flutt í okkar eigin íbúð og að sjálfsögðu á besta stað í bænum, 101. Keyptum okkur þessa fínu 2ja herbergja 60 fm íbúð á Framnesvegi 62. Og toppurinn á þessu er að það fylgdi stæði í bílageymslu með. Þetta er algjör snilld og innflutningspartý á næstunni :-)

En jæja, Dr. Maack must get back to work...reyni að vera dugleg að skrifa ef það er eitthver áhugi fyrir því...látið vita...