Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

sunnudagur, maí 22, 2005

Nú er Dr. Maack orðin stressuð. Já, þetta er allt að gerast. Fyrirlestur hjá mér á miðvikudaginn (25. maí), kl. 15 í hringsal Landspítalans. Þetta er sko langt frá því að vera það skemmtilegasta sem ég geri. Ég veit ekki af hverju, en að standa fyrir framan fullt af fólki (að ég tali ekki um eitthverja lækna sem líta á mann sem písl og að þeirra hlutverk sé að grilla mann) heillar mig á engan hátt. Öri andadrátturinn, munnþurrkurinn, svitinn, yfirlið, stam, vá hvað ég ætlaði ekki að segja þetta og allar hugsanirnar sem þjóta um hausinn á meðan maður stendur þarna í 10 mínótur í helvíti er ekki uppáháldið mitt.
En brátt lýkur þessu og þá verð ég glöð :o) Já, þá verður sko gaman...

þriðjudagur, maí 10, 2005

Fór á hestbak í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað langan tíma á sunnudaginn. Og VÁ hvað það var gaman. Ég ætla sko ekki að láta líða svona langt á milli þangað til að ég fer næst.
Hesturinn sem ég var á var hins vegar ekki alveg þessi rólegasti. Nei, hann vildi sko fá að hlaupa, en ég lét hann nú ekki komast upp með neitt múður og stjórnaði honum eins og hershöfðingi.

laugardagur, maí 07, 2005

Er sumarið komið??
Þegar maður keyrir heim úr vinnunni rétt fyrir tólf og myrkrið er ekki ennþá full skollið á...þetta gerist varla fallegra...
...Ég segi: Sumarið er komið (eða að minnsta kosti komið meira en hálfa leiðina)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Waterpolo (sundknattleikur á hini fallegu íslensku tungu okkar) er algjör snilld. Æfingin er í 1 og 1/2 tíma og maður er á fullu allan tíman, og þegar maður er ekki á fullu þá þarf maður samt að púla því maður þarf að halda sér á floti allan tíman.
Langt síðan ég hef verið að hreyfa mig og actually verið að hafa gaman af því á meðan. Mæli með þessu, endilega kíkið á æfingu, upplýsingar má finna hérna.

sunnudagur, maí 01, 2005

Jæja þá er opinberlega fyrsti dagurinn í nammibanninu mínu hafinn. Þetta á eftir að vera erfitt finn ég, já klukkan rétt að verða þrjú og ég er nú þegar búin að labba vel og lengi fram hjá nammihillununum í Krónunni og verið næstum því fallin.
En bara 31 dagur eftir...koma svo Heiðrún...