Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, janúar 30, 2007

HM 2007

Vonbrigði eða góður árangur?
Í gær vonbrigði, í dag góður árangur...?

Skegg - veikindi

Mér finnst mjög gaman þegar allskeggjaður maður sem ég þekki skafar á sér andlitið. Það gerist ekki mjög oft en gleður mig alltaf jafn mikil.

Hins vegar gleður mig það ekki jafn mikið þegar nýrakaði maðurinn verður veikur daginn eftir. Af hverju varð hann veikur? Jú, hann er ekki fljótur að finna orsökina fyrir því...jú honum varð nefnilega svo kalt að vera svona nýrakaður að það hlýtur að vera orsökin fyrir veikindunum.

Það er langt þangað til að ég fæ að sjá hann nýrakaðan aftur.

mánudagur, janúar 29, 2007

Vinna

Það er "gaman" að vinna á vinnustað sem hringir í mann á hverjum degi og biður mann um að taka aukavaktir. Þegar það er hringt í mann svona oft þá fer maður ósjálfrátt alltaf að segja nei bara út af pirring yfir trufluninni. Ég vinn á svona vinnustað.
Ekki nóg með það að það sé alltaf verið að hringja í mann, heldur er hringt áfram og maður beðin um taka aukavaktir þó að maður sé búin að segja að maður geti ekki tekið neinar vaktir út mánuðin, maður sé erlendis o.s.frv. Það er samt haldið áfram að hringja í mann.
Og til að toppa þetta allt saman er núna byrjað að hringja í mig og spurja mig af hverju ég sé ekki mætt á vakt, vakt sem ég var aldrei beðin um að taka og hvað þá vakt sem ég hef sagst ætla að taka þar sem ég hef sagt að taki ekki neinar vaktir í þessum mánuði.

Finnst ykkur líklegt að maður endist lengi að vinna á svona vinnustað??

laugardagur, janúar 27, 2007

HM í handbolta

Það er merkilegt hvað svona íþróttakeppnir geta haft mikil áhrif á mann. Öll þjóðin situr eins og vitleysingar fyrir framan sjónvarpið þegar leikur er í gangi og lætur eins og hún viti miklu betur hvað þurfi að gera til að sigra heldur en leikmennirnir sjálfir.

Það sem mér finnst hins vegar merkilegast er hvað úrslit leikjanna hafa gífurlega mikil áhrif á mann. Nú er ég sem dæmi í miðjum prófalestri og því er tilvaldið að taka sér pásu seinni partinn á daginn til að horfa á einn leik. Ef íslenska landsliðið vinnur leikinn er maður hoppandi glaður og mætir stuttu seinna aftur niður í Ármúla (þar sem ég les) og gefur öllum lesfélögunum "high five" og les eins og vitleysingur um kvöldið. Ef leikurinn tapast á hinn bóginn, þá er allt búið. Kvöldið er ónýtt og það eru 50/50 líkur að maður nenni einu sinni að mæta aftur að lesa.
Þannig að niðurstaðan er sú að ef "strákarnir okkar" verða lélegir í þeim leikjum sem eftir eru af mótinu þá ætla ég að kenna þeim persónulega um ef mér gengur illa í prófunum í næstu og þar næstu viku.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ég hef mikið velt fyrir mér þessum blogg-heimi svokölluðum og hef komist að þeirri niðurstöðu að það eru þrjár gerðir af fólki sem bloggar.

1. Fólk sem býr erlendis eða á ættingja erlendis og er að leyfa fólki að fylgjast með lífi sínu því það nennir ekki að senda vinum og ættingjum bréf/tölvupósta - miklu einfaldara að skifa bara það sama fyrir alla.

2. Fólk sem eru miklir pennar og hafa í raun eitthvað merkilegt að segja. Hafa sterkar skoðanir og geta komið þeim frá sér á áhugaverðan hátt.

3. Fólk sem er að skrifa um nákvæmlega ekki neitt, er bara að segja frá því hvað það borðaði í gær og hverja það hitti á djamminu síðustu helgi.

Mér skil vel fólkið sem er í hópum eitt og tvö, en hópur þrjú er mér algjörlega óskiljanlegur. Nú á tímum veraldarvefsins er hægt að finna nánast allar upplýsingar um fólk, bara með því einfaldlega að "googla" það. Vill fólk virkilega að allar þessar upplýsingar um það séu opnar fyrir hverjum sem er? Hvað varð um fiðhelgi einkalífsins - er það ekki "inn" lengur?
Fyrir utan það að þessar færslur eru yfirleitt yfirmáta leiðinlegar lesningar og segja það sama aftur og aftur.

Ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga var að allir vinir mínir sem fluttu erlendis voru fluttir aftur heim og mér var farið að líða eins og einstaklingi sem tilheyrði hópi fólks nr. 3.

Ég er nýlega komin heim úr minni fyrstu snjóbrettaferð erlendis. Víð fórum 11 manna hópur (9 læknanemar + 2 makar) til Madonna di Campiglio á Ítalíu í vikuferð núna í byrjun janúar. Að sjálfsögðu fór minn heittelskaði með og vorum við eina brettafólkið, allir hinir voru á skíðum.
Þetta var algjör snilld. Mig hefur alltaf langað að fara í svona ferð, en þetta var miklu betra en ég þorði að vona. Nú er það orðin staðreynd að það verður farið í skíðaferð einu sinni á ári héðan af.
Við fengum líka sól og gott veður allan tíman, færið var gott og engin slasaðist, svo þetta var nánast bara fullkomin ferð. Ítalskar pizzur og bjórinn runnu vel niður og svo sauna og heitur pottur á hótelinu þegar maður kom þreyttur heim úr fjallinu. Lífið verður ekki betra en þetta.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Þetta er fyrir mig. Það les þetta engin lengur, halda allir að ég sé hætt.

Það er ótrúleg uppgötvun þegar maður áttir sig á því skyndilega að lífið er orðið eins og maður óskaði sér alltaf að það yrði. Það er ótrúleg tilfinning að uppgötva skyndilega að maður er nákvæmlega á þeim stað í lífinu sem maður vill vera, ef maður gæti breytt hverju sem er þá mundi maður ekki breyta neinu. Auðvitað er lífið upp og niður og fullt af göllum í því sem fara í taugarnar á manni. En þegar maður hefur áttað sig á göllunum og lærir að virða þá á sama hátt og kostina þá getur maður farið að lifa lífinu. Ég geri það að minnsta kosti.