Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

sunnudagur, desember 28, 2003

Föstudagskvöldið var argandi snilld!!

Ég, Stebbi, Bryndís, Grísli, Óla, Sigga, Helgi, Sigga, Stína, Ólöf B. og the duck helltum hratt hratt í okkur heima hjá Stebba og hittum svo Stone og fórum snemma í bæinn. Vegna skilríkja vandræða var endað á Felix þar sem allir komust inn og við héldum áfram að hella í okkur. Var ansi hress, drakk mjög mjög mjög mikið :-)
Fullt af fólki á Felix og fínn stemmari það, ömurleg tónlist samt, en hei maður dansaði samt af sér fæturnar! Ég, Stebbi, Stína og Sigga löbbuðum heim um 7-leitið, grey Stína og Sigga, vinna beið þeirra eftir tvo tíma!!
Mjög gott og mjög fullt kvöld!

í gær var ég svo alveg bara: I´m very thin yes yes!!
Óla snillingur minn, þó að hægt sé að þýða flest allt beint á ensku frá íslensku þá er því miður ekki sagt þunnur, þ.e. thin, í Kanada :-) En frá og með þessu ætla ég að drekka svo að ég geti orðið thin :-)

föstudagur, desember 26, 2003

GLEÐILG JÓL ALLIR SAMAN!!!

Vá, langt síðan að ég hef bloggað, loksins þegar maður kemst í frí frá bókunum þá hefur maður svo mikið að gera að maður hefur aldrei tíma til að skrifa eitthvað sniðugt hérna á netinu, eins og t.d dæmis að drekka þar sem ég hef verið að reyna að vinna upp áfengismagnið í blóðinu mínu sem hefur vantað undanfarið!!

Skrifa meira vonandi í kvöld eða á morgun, verð að fara að taka myndir af "the duck" með fyndna frænda mínum Stebba!!

föstudagur, desember 19, 2003

Bara 7 tímar í próf og ég á ennþá eftir að læra seinni hlutan af Guðrúnu og næringafræði hlutann hennar Ingibjargar = sem sagt á eftir að læra 1/3 af námsefninu að minnsta kosti!
O my god, ég er búin að vera í 10 daga að læra 2/3 og ætla svo að redda 1/3 nóttina fyrir próf með því að sofa ekki neitt! Maður er alveg í ruglinu!
Ég á að minnsta kosti eftir að verða ansi hress eftir ansi lítið áfengi á morgun, eða nei ekki á morgun heldur í DAG!!! vííí:-)

En ekki gleyma samt elskurnar mínar að glúkógenískar amínósýur eru þær amínósýrur sem að senda kolefni sín í bygginug glúkósa um milliefnin í efnaskiptum orkuferlanna en ketógenískar amínósýrur senda kolefni sín í byggingu acetýl CoA eða acetóacetate!

Tilvitunun dagsins:

Bráðum kemur ekki, betrí tíð!
Þvi betri getur tíðin, því betri getur tíðn ekki orðið!
Bráðum kemur ekki betri tíð!
Það verður uxahryggjasúpa, nei sveppahalasúpa,
nei uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpa
sett á borðið, stofuborðið, borðstofuborðið, þarna mundi ég orðið...


Tíðin getur reyndar orðið betri, hún veður það eftir 10 klst þegar ég verð komin í jólafrí!!! :-)

fimmtudagur, desember 18, 2003

Mætti í boltann í morgun...prump ykkur strákar...allir nema Helgi!! Við mættum bara tvö svo það varð nú ekki mikið úr hreyfingu þennan morguninn! Fór bara heim að sofa í staðinn :-)

Þetta styttist óðfluga! Allt að gerast!! Á ennþá meira en helminginn eftir að lesa fyrir laugardaginn, hvað er ég að spá, letin er bara að ná yfirhöndum.

Svefntruflarnar minar eru að versna all verulega. Á sunnudagskvöld var ég að læra og lærði fram á nótt og um 5-leitið gafst ég upp og fór upp í rúm...en nei nei mín sofnaði ekki...gafst upp um 7-leitið og fór aftur að læra :-) Svaf svo milli 9-11 um morguninn, góður árangur þar!

miðvikudagur, desember 17, 2003

Letin er búin að ná taki á mér...
...ég bara nenni hreynlega ekki að læra meira.
Ég á eftir að læra 3/4 af námsefninu og það eru bara 2,5 dagar til stefnu. Prump.
En ég gleð mig samt við það að það eru bara 2,5 dagar í fyllerí!! Vúhú!!

Ég er með svo mörg plön á laugardaginn, hjónabandsmiðlun Dr. Maack er í fullum gangi. Það er ALLT að fara að gerast. Ég hlakka til að skrifa sögur eftir helgi inn á bloggið. Verst að ég er alltaf svo upptekin að koma öllum saman að ég gleymi alltaf að koma sjálfri mér út!

Tilvitnun dagsins:
"I just wana feel real love
fill the home that I live in.
Cuz I got to much life
runnig thru my veins
going to waste.
And I need to feel real love
and the love ever after
There is a hole in my soul
you can see it in my face
it´s a real big place"


Úr laginu Feel með Robbie Williams

þriðjudagur, desember 16, 2003

Þetta styttist, já þetta styttist...bráðum mun ég hafa mjög skemmtilega hluti að skrifa um því að bráðum, já bráðum verður það ekki meira hemoglobin, A-vítamín, serín próteasar eða neitt slíkt bull! Bara djamm sögur og skemmtó!

Geðveikt gaman að fá Önnu, Kirk, Stebba og Jóel frændfólk frá kanada en ég sótti þau til keflavíkur í morgun! Argandi snilld!

sunnudagur, desember 14, 2003

Tilvitnun dagsins:
"Haemoglobin is the key to healty heartbeet"

Úr laginu Haemoglobin með Placebo af plötunni Black market music.

Argandi snilld, það er ekki hægt að segja annað!!!

föstudagur, desember 12, 2003

Ef eitthver er að velta því fyrir sér þá...
...já mér gekk mjög illa í prófinu á miðvikudaginn. Ég var alls ekki sátt, held að það séu meira en helmingslíkur á að ég falli, ég ligg bara á bæn núna og bið um 5,0.
Ég er alls ekki sátt, ég var búin að læra svo geðveikt mikið að mér finnst ég ekki eiga það skilið að falla...helvítis próf.

En ég fór á muse tónleika um kvöldið og þvílík snilld! Ég er búin að vera að velta því fyrir mér að skrifa smá pistil um tónleikana en ég treysti mér bara eiginelga ekki til þess...þetta var bara algjör snilld og maður kom út í þvílíkri vímu eftir alveg ótrúlega, einnkarlega, sérlega vel heppnaða tónleika.

En það er eitt próf eftir, þó að próf dauðans (líklega erfiðasta próf sem ég tek á ævinni) er búið þá eru prófin ekki búið svo það þýðir ekki að gleyma sér í letinni og sitja á rassinum og bora í nefið endalaust! Nei nei nei, það verður að taka á því núna svo að það bíði mín ekki tvö sumarpróf í ágúst.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Jæja ég er nú ekki alveg sammála þessu en...prófin ljúga víst ekki...


Find your inner Smurf!

þriðjudagur, desember 09, 2003

15 og 1/2 tími í erfiðasta próf lífs míns!!!
Hvað er ég að gera að blogga núna???

mánudagur, desember 08, 2003

ÉG ER AÐ DEYJA ÚR STRESSI NÚNA!
ÉG MEIKA EKKI MEIRA!
HJÁLP!!!

laugardagur, desember 06, 2003

ÉG EIGNAÐIST LÍTINN FRÆNDA Í GÆR :-)

Loksins, loksins, stákur í ættina...stelpuveldið er dvínandi!
Lítill engil fæddur 5. des 2003, 13 merkur og 49 cm. Sjaldan séð svona lítið barn, algjört krútt og ekki nóg með að hann sé strákur heldur er hann með hár! Og það er sko ekki algengt í minni fjölskyldu, flestir sköllóttir fram undir 1 árs aldur!

föstudagur, desember 05, 2003

Klukkan er hálf fimm aðfaranótt laugardags.
Kippa af Carlsberg í ískápnum.
Hvítvínsflaska í ískápnum.
Tónlist á fóninum.
a) Er ég á leið á djammið?
b) Er ég nýkomin heim af djamminu?
c) Er ég að láta mig dreyma um svör a og b meðan ég læri?
d) Ekkert af ofantöldu!

...og getiði nú????

fimmtudagur, desember 04, 2003

Núna erum við að tala saman!!!

Coolio - Gangsta’s Paradise Lyrics

As I walk through the valley of the shadow of death
I take a look at my life and realize nothing’s left
Cause I’ve been blasting and laughing so long that even
My mama thinks my minds gone but I ain’t never crossed
A man that didn’t deserve it.
Me be treated like a punk, you never unheard of
You better watch how you’re talking and where you’re walking
Or you and your homies might lined the chalked

I really hate the trip but I gotta loc
As the croak I see myself in the pistol smoke
Fool! I’m the kinda g that little homies wanna be like
All my knees in the night
Saying prayers in the street light..

( chorus )
Been spending most of our lives living in the gangsta’s paradise (x2)
Keep spending most of our lives living in the gangsta’s paradise (x2)

Look at the situation, they got me facing
I can never live a normal life, I was raised by the stripes
So I gotta be down with the hood team
Too much television watching got me chasing dreams
I’m a educated fool with money on my mind
Got my tin in my hand and a gleam in my eye
I’m a loc’d gangsta set trippin banger
And my homies is down so don’t arouse my anger
Fool! death ain’t nothing but a heartbeat away
I’m living life, do or die what can I say
I’m twenty-three now , will I ever see twenty-four
The way things are going I don’t know

Tell me why are we so blind to see
That the ones we hurt are you and me
( chorus )

Power in the money , money in the power
Minute after minute, hour after hour
Everybodys running but half ain’t looking
What’s going on in the kitchen but don’t know what’s cookin’
They say I gotta learn but nobody’s here to teach me
I guess they can’t , I guess they won’t , I guess they fornt
That’s why my life is outta love fool !

(chorus )
Tell me why are we so blind to see
That the ones we hurt are you and me ( x2 )



Jæja það styttist óðum í gleði, gleði, gleði!
Jól elsku jól, ég sakna ykkar, ég hlakka til að fá ykkur!

Bráðum verður brjálað stuð,
bara drukkið og dansað.
Þakka þér nú fyrir guð,
fyrir að hafa mér ansað!

Bjórinn kaldur bíður mín,
úti á svölum stendur.
Drekka mun ég eins og svín,
og vinir minir eins og endur.

Jæja þetta er komið gott,
og tími til að læra.
Prófið mitt verður rosa flott,
fyrst hitt er búið að færa.

þriðjudagur, desember 02, 2003

ókey ég er farin að blogga oft á dag...það þýðir bara eitt, ég er í prófum og reyni að finna mér allt annað að gera heldur en að læra!! hver kannast ekki við þetta?!?!

Valgerður, Haukur og stelpurnar eru að fara að flytja heim! :-) þau koma á fimmtudaginn, 4. des! :-) hlakka ekkert smá til!

Annars hef ég ekkert merkilegt að blabba´hér, heyrði jólalag í fyrsta skipti í dag án þess að hlaupa að græjunum og slökkva á þeim, maður er kannski bara að fara að nálgast jólin og sætta sig við það.

Bara svona fyrir ykkur sem hafði ekki lagt læknisfræði að ykkur ætla ég að gefa ykkur dæmi um það sem ég er að læra:

LinguFaci Passaði Alla
AuraPúkana Okkar
Með Teygju og Snæri

já kæra fólk, læknisfræði gengur út á það að semja ljóð og lítið annað skal ég segja ykkur.

útskýring fyrir þá sem hafa áhuga:
vísan gefur til kynna greinar a. carotis externa sem er aðalæðin sem nærir höfuðið.
Greinarnar eru:
a. Lingualis
a. Facialis
a. Pharyngea Ascendens
a. Auricularis Posterior
a. Occipitalis
a. Maxillaris
a. Temporalis Superficialis

Enjoy!!!!!!!!

Ég er komin í ruglið!
Búin að snúa sólahringnum við, lærði til 5 í nótt og píndi mig til að fara að sofa þá, vaknaði ekki fyrr en kl. hálf eitt og var varla að meika það framúr.
Ég verð orðin gú gú eftir nokkra daga.
Fer ekki út úr húsi, er bara að læra, enginn heima svo ég tala ekki við neinn, er ekki búin að segja orð í marga klukkutíma, borða bara nammi og drekk kók.
Múhahahahahhahahahaha