Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, júní 22, 2004

Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól sól skín á mig.

föstudagur, júní 18, 2004

"Skrapp á djammið" á miðvikudaginn síðasta. Þvílíkt og annað eins rugl, svona hluti nenni ég sko ekki að standa í lengur. Held að ég sé bara hætt að djamma í bili þangað til að ég finn mér eitthverja djammfélaga sem nenna að hafa mig með sér. Held að ég sé bara komin með ógeð af þessu djammi svo það er kannski bara mjög gott að vera að vinna næturvaktir alla þessa helgi.

Dr. Maack er í vinnunni og vá hvað ég er þreytt!!!
Svaf eiginlega ekkert síðustu nótt, fór á morgunvakt í morgun, hafði ekki tíma til að leggja mig eftir vinnu og mætti svo aftur hálf tólf í vinnuna. Ég á eftir að vera að leka gjörsamlega niður þegar ég losna eftir 4 og 1/2 tíma, kl. 7:30 í fyrramálið.

mánudagur, júní 14, 2004

Ef eitthver góðhjartaður er til í að skýra út fyrir mér hvernig LÍN virkar og hvað ég þarf að gera til að fá pening þá væri það vel þegið. Minns er pínu heimskur og er ekkert inn í þessu. Hjálp væri þess vegna mjög vel þegin. Commenta og ég hef samband eða beint samband við mig sími: 866-1654.
Elska ykkur öll!

Hei babes!!
Svaka næs helgi. Systir mín flutti á laugardaginn og ég var þess vegna ansi mikið í því að bera kassa á laugardaginn. Skellti í mig nokkrum Jensen um kvöldið og kíkti aðeins í bæinn á Sólón. Var bara mjög fínt. Frekar þreytt samt eftir langa vinnuviku og erfiðan burðar dag. Fór þess vegna ekkert mjög seint heim og skreið svo loksins á fætur um sjö leitið á sunnudags kvöld. Drullufínt bara.
Annars er minn bara að vinna núna. Ekkert að gera svo ég ætla bara að fara að halda áfram að horfa á EM. Ekki leiðinlegt það skal ég segja ykkur.

Mamma og pabbi komu frá USA í gær líka. Þá hættir maður að hafa bílinn allan daginn alltaf...bömmer.
Spurning um að fara kannski bara að kaupa sér bíl...kannski komin tími á það!

fimmtudagur, júní 10, 2004

Fyllerí um helgina???
Látiði mig vita ef eitthvað er að gerast???

Okey ég viðurkenni það kæru vinir að ég er ekki dugleg að blogga...
...en það er heldur ekki hægt að hrós ykkur fyrir að cera dugleg að commenta...

fimmtudagur, júní 03, 2004

Snilldar bústaðarferð...hreint út sagt ein sú besta sem ég hef farið í. Umhverfið þarna í kring er ótrúlegt, maður er alveg einn út af fyrir sig, fengum gott verður, góður pottur, gott grill, mikið af bjór og rauðvíni, góðar fjallaferðir farnar, gott fólk sem sá sér fært að kíkja í heimsókn og njóta þessa með okkur...já ég held að maður geti nú varla beðið um meira.

Byrjaði svo að vinna á slysó á þriðjudaginn. Líst bara nokkuð vel á þetta, held að ég eigi eftir að geta lært alveg heilan helling þarna. Fór á morgunvakt og mætti í góðum gír og fékk þá vaktarplanið mitt og sá þá að ég átti líka að vera á næturvakt seinna um kvöldið/næstu nótt. Massaði það bara en var drullu þreytt á miðvikudags morgun eftir að hafa sofið nichts í meira en sólahring. Er bara að baða mig í sólinni hins vegar í dag.