Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, febrúar 23, 2004

Dr. Maack er lifandi...já ótrúlegt en satt...ég er lifandi...

Hvað hefur á mína daga drifið síðasta mánuðinn? Ég er búin að fá miklar kvartanir yfir lélegri framistöðu á blogg sviðunu og ég tek allar þær athugasemdir mjög til mín og veit upp á mig sökina. En hvað varð um Dr. Maack á þessum mánuði?

Hummm...erfitt að finna eina góða skýringu en ætli hún sé ekki fyrst og fremmst sú að ég hef verið einstaklega upptekin...
...upptekin við hvað?? Á Dr. Maack eitthvað líf??

Að sjálfsögðu er það skólinn nr. 1, 2 og 3 sem er að hrjá Dr. Maack, hann tekur því miður ansi mininn tíma. En samt hef ég alltaf haft tíma til að blogga, hvað gerðist!! Jú mikið rétt, Dr. Maack hefur verið að eyða síðasta mánuði uppi í mosfellsbæ hjá krúttinu mínu honum Jónasi :-) Og Dr. Maack ákvað að tímanum sínum væri betur varið þar en á netinu...
...en Dr. Maack er snúinn aftur því hann hefur fundið upp leið til að lengja sólahringinn um 1 klst. og hafa þannig tíma til að tjá sig hér fólki vonandi til mikillar gleði.

Aðrir merkir atburðir sem hafa tafið mig frá blogg starfsemi undanfarið.
1. 5-8 febrúar Akureyrarferð = besta Akureyrar ferð ever og besta snjóbretta færi sem ég hef á ævinni upplifað. Hafði ekki trúað því að það væri hægt að fá svona gott færi hérna á Íslandi. Ógleymanlegar pottaferðir við sumarbústainn, óveður, veðurteppt í bústaðnum, off road driving með tilheyrandi festingum á bíl í skafli o.s.frv.

2. 13. febrúar Árshátíð = mjög fín árshátíð í flesta staði, örlítið of mikil ölvun vegna seinagangs á framleiðslu á mat á staðnum en ekkert sem skiptir máli. Dansað, djammað, djúsað, góður matur borðaður, gæti ekki verið betra. Haldin í Skíðaskálanum í Hveradölum. Ingi Karl algjör snillingur hélt fyrirpartý, Valgerður systir greiddi mér rosa fínt, Bryndís málaði mig og Sissa reddaði kjólnum.

3. 20-22 febrúar Róleg helgi síðasta helgi, eða átti að vera það að minnsta kosti. Chill á föstudagskvöld, keppti í snókermóti læknadeildar með Hildi og við stóðum okkur með prýði. Stelpukvöld heima hjá Ólu með DVD glápi og nammi. Meira videó hjá Jónasi. Laugardagur, lærð erfðafræði og lífefnafræði með Kamillu sem fór út í meira spjall en samt eitthver námslegur árangur. Pizza, 10 bíó á Gothica, brá milljón sinnum, kíkt í heilapartý hjá 1. árs lækna- og sjúkraþjálfurum. Átti bara að fara svo heim en ég og Stína drukkum eins mikið og við gátum á milli hálf eitt og hálf tvö og ákváðum að skella okkur í bæinn. Blindfullar á Ari í Ögri og Celtic Kross og skriðum heim til Stínu um hálf sex leitið. Algjört snilldar kvöld. Hitti frænda, Kalla Maack, og djammaði með honum.

4. Mánudagurinn 23. febrúar kl. 06:10 Símin minn hringir, Stína að hringja, WHAT!!! Stína: "ég er fyrir utan hjá þér!", Ég: "oh, shit" , stökk á fætur og út í bíl til hennar. Brunuðum að sækja Ólu og upp í Sporthús. Já kæru vinir, ég, Dr. Maack sjálfur fór í ræktina kl. 06:30 í morgun!! Þvílíkur árangur!! Og ekki nóg með það heldur er stefnan tekin á samskonar skemmtun á miðvikudag og föstudag. Dr. Maack er endanlega búin að tapa sér.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

?g er ? blogg ruglinu. Ekki b?in a? skrifa ? ansi langan t?ma. ? dag er 17. feb svo a? ?g m? skammast m?n fyrir leti og aumingjaskap ? skrifum.

Akureyrafer?in!!!!!!
Keyrt nor?ur ? fimmtudegi ? f?nu ve?ri. Pottur og bj?r um kv?ldi?.
Vakna? snemma ? f?studag og fari? ? fjalli?. Eftirminnileg vakning samt kl. 7 ?ar sem b?lf?lagi minn sem l? vi? hli?na ? m?r pikka?i fast ? ?xlina ? m?r og segir: "Hei?r?n, minns er svangur!!!"
Draumaf?ri ? fjallinu...p??ursnj?r ?t um allt og manni lei? eins og ma?ur v?ri a? sv?fa ofan ? sk?junum.
Fjalli? loka? kl. 19 og ?? h?fst ?ve?ri?.

?, ver? a? l?ra...framhald seinna...

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Hæ hó og jibbí jei og jibbí jei!!
Ég er að fara til Akureyrar á eftir!!
Hlíðafjall, varaður þig...ég er á leiðinni að sýna þér hvernig á að gera þetta!!

Veiðimaðurinn er snillingur.
Veiðimaðurinn fær link, endilega tékkið á honum...

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Eignaðist nýjan geisladisk um daginn...
...Radio rapist wrestler...
sjaldan heyrt betri disk...mæli með honum...allir út í búð að kaupa sér diskinn!!!

Crossroads!!
Horfði á snilldar myndina mína í fjórða skiptið á sunnudaginn. Óla var ekki búin að sjá hana svo það kom ekki annað til greina en að leyfa henni að njóta listaverksins. Hildur var búin að sjá hana svo að hún vissi hvílíkt undur var hér á ferð og var meira en lítið til í að skella sér í djúpa hugsun yfir henni í annað skiptið.
Britney á þvílíkan leiksigur í myndinni! Óskarinn hefði verið hennar ef ég hefði meiri völd í þessu samfélagi manna. Boðskapur myndarinn er fallegur og djúpur. Fyrir þá sem vita ekki um hvað myndin fjallar þá fjallar hún um þroskaferil ungrar stúlku og leið hennar frá því að vera saklaus ung stúlka í myndalega konu. "I´m not a girl, not yet a woman"
Fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Mamma kom heim frá Köben í gær. Mig langar til Köben. Mig langar líka til Spánar og jafnvel líka til Ítalíu. Vill eitthver vera svo vænn að bjóða mér til útlanda takk fyrir?? Vinsamlegast hringið í síma 866-1654 með tilboð handa mér og ég skal fara út með þeim sem býður mér besta tilboðið.

Vúhúhúhú, er á leiðinni til Akureyrar að brettast á fimmtudaginn og verð fram á sunnuadag. Get ekki beðið!! Vúhúhúhú!! Sakna reyndar að hafa ekki brettavini mína með mér sem fara venjulega með mér á hverju ári...sniff sniff sniff.