Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, nóvember 27, 2004

Hvað er málið í kvöld? Er það djamm eða bara afslöppun? Klukkan orðin hálf níu og ég ekki ennþá búin að ákveða mig...þvílík vitleysa.

Fór í bústaðarferð síðustu helgi í Hrífunes...alltaf gott að komast í burtu aðeins. Soldið súr stemmarinn í bústaðinum, eða kannski fannst mér það bara af því að ég þekkti nánast engan þarna.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég fer bráðum að halda sjálf að ég sé dauð...hversu slæmt er það eiginlega.

Slátraði ónæmisfræðiprófnu sem ég þurfti að taka upp um daginn með 8,5 Er þokkalega sátt með það.

Það er algjör snilld að vera ekki í eitthverju stresskasti nún að reyna að redda eitthverju fyrir jólaprófin sem styttist óðfluga í. Já það er gott að vera búin í þessum prófum.

Annars ekkert að frétta, er búin að vera veik í meira en 10 daga og er orðin ansi þreytt á því. Þetta er meira ruglið þessi flensa, það ætti að banna hana með lögum.