Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, mars 31, 2005

Páskarnir búnir. Tíminn líður svo hratt að ég verð hálf hrædd stundum að það styttist bara í að maður fari á elliheimili.
Nú er það að minnsta kosti ljóst að Dr. Maack er ekki að fara í sumarpróf í sumar. Mikið svakalega verður það gott að fá loksins frí og geta loksins fengið heila þrjá mánuði þar sem ég þar EKKERT að hugsa um skólann. Enda stefnir þetta á brjálað sumar.
Byrjuð í nýrri vinnu. Er orðin hjúkrunarfræðingur á Sóltúni. Mjög fínt, gott að fá smá peninga, maður er alveg í skattinu í þeim málunum.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Jæja þá er snilldar helgi búin.
Mikið fyllerí, já mjög mikið fyllerí takk fyrir. Bústaðurinn var náttúrulega algjör snilld...hvenær er leiðinlegt að fara í bústað segi ég nú bara. Heitur pottur, bjór, bjór, bjór og já falleg náttúra.
Það var mjög mikið fyllerí í bústaðnum (enda 30 læknanemar ekki búnir að drekka í mánuði) en ég er ekki að grínast með það að það var mun meira fyllerí á fólki í fimmtugs afmælinu á Egilsstöðum.
Hvað er málið með "miðaldra fólk"...af hverju drekkur þetta fólk eins og svín, drekkur mann auðveldlega undir borðið, skandalar meira heldur en velsæmismörk viðurkenna og vakna svo hressir og kátir eftir nokkura tíma svefn og fá sér að borða og líta út fyrir að hafa verði í heilsulind í 3 mánuði og sofið þar allan tíman. Þetta er óþolandi.
Anyways, er á barnaspítalanum að vinna verkefnið mitt og verð hér út maí. Lítur allt saman mjög vel út...gaman að vera byrjaður og að gera eitthvað annað en að lesa námsbækur allan sólahringinn.
Verið þið nú dugleg að commenta, þá verð ég dugleg að blogga

föstudagur, mars 11, 2005

Jæja, nú er lífið byrjað aftur. Ekki meiri test í langan tíma.
Bústaður á föstudaginn (á eftir sem sagt) og þá verður sko drukkin jensen í pottinum. Svo er magnað 50 ára afmæli á Egilsstöðum á laugardaginn. Spuring um að reyna að gera eitthverja skandala þar.
Anyway...adios

þriðjudagur, mars 01, 2005

Verklegt meinafræðipróf eftir 15 klst. og ég er í skattinu!!!
Kann nichts í þessum blessuðu sýnum. Og af hverju gengur svona illa að halda sé við efnið að lesa þótt að maður sé búin að vera í næstum því 4 vikur í próflestri...ég bara skil þetta ekki.
Vá hvað ég hlakka til að vera búin með þessi ljótu próf. Þetta er búið að vera algjör hell. Ég verð bara að þrauka 1 viku í viðbót...coma svo Heiðrún.

Annars mæli ég með Krua Thai niður í hafnastræti. Uppáhálds staðurinn minn, borða þar að minnsta kosti 1-2 í viku. Geðveikur staður. Mæli sérstaklega með eggjanúðlum með kjúklingi (réttur nr. 27 á matseðli minnir mig :=)

Anyways...best að fara að massa þessi 60 sýni sem ég þarf að kunna fyrir morgundaginn.