Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Jæja, þá er þetta búið loksins. Nokkura vikna lestur búin, búin að sjá systur mína gifta sig og meir lestur búin.

Já, bæði prófin eru búin, en ég er búin að fá út úr hvorugu þeirra.
Held að ég hafi nú samt náð þeim, kannski ekki með neinum glæsibrag, en nóg til að verða 3. árs læknanemi vonandi. Engar yfirlýsingar hér samt, hrædd við bad karma.

Núna tekur við 4 daga sumarfrí, og vá hvað ég ætla að njóta þess.

Skóli á mánudag, vonandi blessast þetta bara og ég verð ekki að mæta í skólan til einskins.

Ætla að horfa á ólympíuleikana núna, búin að missa alltof mikið af þeim út af þessum lestri.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Jæja núna eru bara tvær næturvaktir eftir og þá er ég hætt í minni sumarvinnu þetta sumarið.
Það er komin tími á að fara að læra fyrir þessi helv... próf sem ég er að fara í 16. og 25. ágúst.

Djöfull eruði slöpp að kommenta. Ég bið um hugmyndir af afmælisgjöf og nichts!
Ég ætla að biðja um meiri hjálp og athuga hvort ég fæ eitthvað feedback við því.
Hvert á ég að fara út að borða á föstusdaginn??