Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Ný frænka

Í dag kl. 11:23 eignaðist ég litla frænku. Systir mín eignaðist sína þriðju stelpu. Hún var 15 merkur, 3735 g og 52 cm. Hún er með dökkar krullur og er algjört krútt. Allt gekk ótrúlega vel og ég fékk að vera viðstödd. Ég hef ekki hætt að brosa síðan ég sá hana.

Á morgun á ég svo afmæli. Það hefði verið gaman að fá frænku í afmælisgjöf, en núna eigum við bara okkar eigin afmælisdag, það er líka gaman.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Rán

ÍTR er að stunda ránsstarfsemi þessa daganna. Ég skrapp upp í Bláfjöll einn daginn í páskafríinu og við skötuhjúin ætluðum að skella okkur á bretti. Við mættum á svæðið öll græjuð upp, ágætis veður en ekki var mikið um snjóinn og vegna sólar virtist færið vera ansi þungt. Ég arka upp í miðasölu og bið um tvo miða. Gellan í búrinu svarar: "Það eru 3800 kr." WHAT!! Fyrir ekkert sérstakt færi, brekkur sem maður er 2 og 1/2 mín að skíða niður og röð í lyftunum þannig að maður er um 20 mín á leið upp....uhh nei takk, sama og þegið.
Þetta er rán. Ég er á því að þeir eigi að loka skíðasvæðunum, gera þau gjaldþrota og byrja alveg upp á nýtt. Hver er tilbúin að borga þennan pening fyrir nánast ekki neitt. Rugl og rán.

Back to real life

Páskarnir yfirstaðnir og normal life tekur við á morgun. Byrja á barnadeildinni á morgun (þó svo að við byrjuðum í raun 1 dag fyrir páska en ég tel það ekki með þar sem ég var andlega fjarverandi vegna þreytu). Er bara farin að hlakka til, þetta verður massivur kúrs og nóg að gera en hef trú á því að þetta eigi eftir að vera gaman.

Páskarnir voru yndislegir. Letin var svo mikil að ég var orðin löt af leti. Þannig eiga páskarnir að vera ef maður kemmst ekki til útlanda eða á skíði.

sunnudagur, apríl 01, 2007


Frá helvíti



Þessi leikur er frá helvíti, ég tala ekki um þegar maður er í prófalsetri. Það dugir ekki einu sinni að vera stressaður vitandi að maður sé að fara í próf á morgun. Nei, þessi leikur er frá helvíti, það bara hlýtur að vera.