Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, júní 26, 2007

Verð bara að fá að ausa úr reiði minni hérna. Ég las nefnilega í morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum grein þar sem var verið að tala um hversu miklu betri skil kennara í HÍ á einkunnum væri orðin. Já einmitt...hrósum þeim...
Ég var í kúrsus í fæðingar- og kvennsjúkdómafræði í vetur, þ.e. í febrúar og mars. Fór svo í próf þann 2. apríl sl. Og það er mikilsvert að taka það fram að um munnlegt próf var að ræða að mestu, þetta var stöðvarpróf með 6 munnlegum stöðvum og 2 skriflegum þar sem skrifaðar voru mjög stuttar ritgerðir ca. 1 bls A4 stærð.
Í dag er 27. júní. Það styttist í að það séu liðnir 3 mánuðir síðan ég fór í prófið. OG ÉG ER EKKI ENNÞÁ BÚIN AÐ FÁ EINKUNN!!! Mér er svo sem alveg sama um þessa einkunn en námslánin sitja á hakanum og yfirdrátturinn í bankannum er orðin ansi mikill og kostnaðarsamur. Þetta er það allra lélegasta sem ég hef nokkur tíma upplifað í sambandi við svona hluti!!

miðvikudagur, júní 20, 2007

AIR

Fórum á AIR tónleikana í Laugardalshöll í gær. Tónleikarnir byrjuðu heldur rólega, enda var ekki kannski við öðru að búast ef maður hugsar um hvers konar tónlist þeir spila. En smá saman fannst mér þeir gefa í og meiri hlutinn af tónleikunum var magnaður. Þvílíkur kraftur seinni partinn og spiluðu þeir öll þau lög sem ég vildi fá að heyra. Ég er þvílíkt sátt með tónleikana, hefðu sko alls ekki viljað missa af þessu.

miðvikudagur, júní 13, 2007

Þá erum við skötuhjúin loksins búin að ákveða okkur hvert við ætlum í sumar. Ég var farin að finna fyrir því að mig vantaði eitthverja gulrót fyrir sumarið, það er ömurlegt að fara beint úr prófi að vinna og vinna alveg þar til skólinn er byrjaður. Maður verður að fá frí, a.m.k. finnst mér það.
Marmaris á Tyrklandi. Ég vona að það verði málið. Markmiðið er svo sem bara að slappa sem mest af og massa eins mikið tan og maður getur fyrir veturinn svo að þetta legst bara mjög vel í mig. Brottför er áætluð 24. ágúst og heimkoma 7 september. Ég missi að vísu fyrstu vikurnar úr skólanum, en það verður bara að reddast.

Efnisorð:

þriðjudagur, júní 05, 2007

Reykingarbann

Verður maður ekki að setja nokkrar línur um þetta mál. Ég persónulega er fáránlega hrifin af þessu. Ég segi bara about time. Við Jónas röltum okkur niður í bæ bæði föstudags og laugardagskvöld og settumst niður á kaffihúsi og fengum okkur 2-3 bjóra. Ég finn það núna hvað ég setti það mikið fyrir mig að ef maður rétt kíkti bara á kaffihús þá kom maður alltaf angandi heim og þurfti að þvo öll fötin sín. Ég mun pottþétt nota mér það meira núna að kíkja aðeins niður í bæ.