Byrjaði á medicine í dag og verð fyrstu tvær vikurnar á hjartadeildinni. Ég verð að segja alveg eins og er að þetta kemur verulega á óvart. Eftir að hafa verið á kirugiunni í haust þá sá ég alveg ljósið og sá ekkert fyrir mér nema að verða skurðlæknir. Er búin að vera að tala um hvað mig hlakkir ekkert til að að fara á medicine og að ég vildi óska að ég gæti farið aftur á kirugiuna. En þetta var bara mun skemmtilegra í dag en ég bjóst við, en þetta er svo sem rétt að byrja svo það er aldrei að vita hvernig þetta endar allt saman.
Annars kláraði ég prófin síðasta föstudag og það gekk bara ótrúlega vel í þeim öllum. Verð að minnsta kosti MJÖG hissa ef ég fæ ekki svona þokkalega út úr þeim. Kíkti svo á djammið á föstudaginn. Fór á Dikta og Jeff Who? á Gauknum. Það var mjög gaman, verð að hrósa Jeff Who? sérstaklega, hafði aldrei heyrt í þeim live.