Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Brúðkaup

Heiðdís vinkona mín og bekkjasystir er að fara að gifta sig á morgun. Þetta verður svaka 120 manna veisla og hlakka ég geðveikt til. Helgin byrjar að vísu ekki jafn skemmtilega þar sem ég er á vakt í dag fram á hádegi á morgun, en ég verð bara að leggja mig aðeins áður en allt stuðið byrjar. Skrítið þegar maður er farin að fara í brúðkaup hjá vinum sínum a.m.k. eitt á hverju sumri. Ég er ekki frá því að mér finnist ég vera orðin gömul þegar ég hugsa um það. Sem sagt:
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Á MORGUN HEIÐDÍS OG ELLI!!!

laugardagur, júlí 14, 2007

UMFERÐ

Íslendingar kunna ekki að keyra. Það er ekki flóknara en það. Og ég er ekki að tala um hraðaaksturinn og allt "hæpið" í kringum það.
Það sem fer mest af öllu í taugarnar á mér í sambandi við umferð á Íslandi er að Íslendingar kunna ekki að keyra á götum með fleiri en 1 akrein. Besta dæmið um þetta er Ártúnsbrekkan. Það er viðtekin venja að hægari bílar eigi að keyra á akreinum lengra til hægri svo að hraðskreiðari bílar komist fram úr á akreinunum til vinstri. Þetta kunnum við ekki. Það er alveg fáránlegt að horfa upp á bíla keyra á akrein alveg lengst til vinstri á hraða töluvert undir hámarkshraða og svo kemur bíll á fleygiferð og tekur fram úr honum hægra megin við hann. SVONA Á ÞETTA EKKI AÐ VERA. Hægfarari bílar eiga að víkja á akreinina hægra megin við sig og hleypa bílum fyrir aftan sig framúr. Svona er þetta gert á hraðbrautunum erlendis og þetta snarvirkar. Ég er handviss um að umferðarslysum mundi fækka gífurlega mikið ef Íslendingar gætu bara drullast til að læra þetta.