Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, ágúst 14, 2007


Vestfirðir - check


Keyrðum meira og minna alla vestfirðina um verslunarmannahlegina. Frekar mikil keyrsla en vel þess virði. Þetta er sá landshluti sem ég hef nánast ekkert heimsótt og því var ansi margt að skoða sem ekki hafði orðið á vegi mínum áður. Toppurinn var líklegast sunnudagskvöldið, en Jónas minn átti einmitt afmæli þennan sunnudag. Við löbbuðum upp að Dynjanda sem er eitthver sá alfallegasti foss sem ég hef séð. Tókum okkur til og óðum yfir ána og fundum geðveikan leynistað hinu megin við bakkann. Verst var að við vorum svo seint á ferðinni að við vorum orðið alltof svöng þegar við komum loks á tjaldstæðið á Bíldudal að við nenntum ekki að grilla fínu nautasteikurnar. Enda var klukkan farin að nálgast eitt. Einnig var mjög gaman að stoppa hjá strákunum, Baldri og Tóta, héraðslæknum með meiru á Patró. Kíktum líka á mýrarboltan á Ísafirði og sáum Bjarka og Krónuna spila með hjúkkuliðinu. Það var sól og blíða á sunnudeginum þegar við vorum að horfa á og ég er ekki frá því að mig langaði að henda mér út í drulluna og taka þátt. Legg til að við reynum að safna í lið fyrir næsta ár. Koma svo, hættum að æfa basket og skellum okkur í mýrarbolta!!!