Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, júlí 31, 2004

Jæja verlsunarmannahelgin komin og hver er Dr. Maack stödd??
Jú hún er stödd í vinnunni, og vitiði hvað...það er bara fínt. Ég djammarinn sjálfur sem hef aldrei alla mina ævi unnið um verslunarmannahelgi heldur alltaf verið í góðum fíling eitthvers staðar í pollagallanum mínum er bara mjög sátt við stöðuna eins og hún er núna. Horfði líka á sjóinn í gær sunnan megin við landið og ég verð að segja eins og er að ég stórefast um að ég hefði látið plata mig upp í Herjólf miðað við ástandið á sjónum. Vonandi bara fyrir eyjafara að veðrið verði ekki algjör viðbjóður allan tímann.

Eftir vaktina í dag þá á ég aðeins 5 vaktir eftir hér á slysó og mun þá hætta til að sinna mikilvægar málefnum...lestri.
Og já, ég hlakka eiginlega bara hálfpartinn til þess.

Mig vantar aðstoð. Jónas minn á afmæli á fimmtudaginn og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gefa honum!! Allar hugmyndir eru mjög vel þegnar!!

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Góðan og blessaðan daginn!
Langar bara að segja ykkur að ég sakna ykkar vinir mínir og þið megið endilega vera dugleg að láta í ykkur heyra :-)
Vonast til að heyra í sem flestum...og ef þið skylduð vera búin að gleyma þá er síminn hjá mér 866-1654.

sunnudagur, júlí 18, 2004

NÝKLIPPTAR KINDUR
Haldiði að mín hafi ekki bara skellt sér í sveitina í gær í smalamennsku og rýjun. Ný upplifun fyrir mig, og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Sveitastemmingin er ekkert eins slæm og maður hélt þegar betur er að gáð.

Það er svo mikil snilld að fara í ferðalag hérna á Íslandi. Af hverju er maður svona latur að fara að skoða sig og hugsar bara um að komast til útlanda? Verð reyndar að viðurkenna að ég er gjörsamlega að farast úr löngun að komast eitthvert út í smá tíma...en fjárhagurinn er víst ekki í sínu besta ástandi þessa dagana.
Fór hringinn um síðustu helgi með nokkrum útúrdúrum. Algjör snilld, fannst ég loksins vera að upplifa sumrið að eitthverju ráði.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Draumur minn er að rætast!!

PLACEBO í laugardalshöll í kvöld...
...ég er búin að bíða eftir þessu í næstum því fjögur ár...þetta verður án efa eitthvert það besta kvöld sem ég hef upplifað!!!