Miðasalan á PLACEBO hefst á fimmtudaginn!!
Get ekki beðið!!
Á líka miða á PIXIES!! Vá, hvað þetta verður gott tónlistarsumar, ég er bara engan vegin að komast yfir það!!
Og lífið heldur áfram...
Miðasalan á PLACEBO hefst á fimmtudaginn!!
Humm...skrítin niðurstaða, en vonandi lýsir þetta mér :-)
Oh...ég féll í verklegri vefjafræði annað árið í röð. Er ekki sátt...þarf líklega að taka einkapróf með Sveppa Harða á föstudaginn. Þetta er alveg óþolandi. Ég lærði eins og mo fo og hefði ekki getað gert neitt meira, ég bara sé ekkert út úr þessum slidesmyndum sem hann sýnir manni svo allt í einu í prófinu, mér finnst þetta allt saman vera bara bleikt og fjólublátt! Ég velti því stundum fyrir mér hvort að ég sé einfaldlega of heimsk til að vera í læknadeild!
Fín róleg helgi, videó, leikhús, partý og svo er stefnan á bíó í kvöld.
Læknaleikarnir voru haldnir síðasta föstudag. Að sjálfsögðu tók doktorinn þátt og var í liði með Dr. Hildi og Dr. Tóta. Við stóðum okkur með sóma svo ekki sé annað sagt, enda vorum við eina "stelpuliðið" þar sem eingöngu tvær stelpur tóku þátt og voru þær báðar í þessu liði. Myndir frá leikunum má nálgast hér!!
Dr. Maack er á lífi.
Eg held ad eg skelli bara inn skemmtilegri lifsreynslu sögu sidan a fostudaginn.
Púff...er í ruglinu...þarf að skila ritgerð, þ.e. úrdrætti úr fyrirlestri sem ég hélt í október. Glætan að ég muni eitthvað eftir því og hvað ég var að bulla þar. Og ekki nóg með það heldur var þessi fyrirlestur um "framkoma og útlit lækna - tenging þess við traust". Púff, ég bullaði bara eitthvað í fyrirlestrinum, var ekki með neinar heimildir og svo á ég allt í einu að fara að skrifa ritgerð um það. Þvílíkt rugl...
Ég ætla að gera smá tilraun og biðja alla sem koma inn á síðuna mína að commenta á þessa færslu...
Var i verklegu i skolanum a fostudaginn...og hvad haldidi ad Dr. Maack snillingur hafi gert?!?!?!
Snilldar helgi. Rolegasta helgi hja mer sidan a aramotunum, og tad var bara algjor snilld!!
Elsku Kristin Lorey min er byrjud ad blogga...tekk it out...
Mér lýst bara nokkuð vel á þessa niðurstöðu!!
Ætla hér með að þakka Ólöfu formlega fyrir að laga fyrir mig shout outið mitt.
Það styttist heldur betur í að Svala Kristín mín verði 1. árs. Ó my god...við erum að tala um að það er að verða komi eitt ár síðan að litla dýrið mitt fæddist. Þetta er náttúrulega bara fáránlegt, mér finnst eins og það sé ekki nema 2-3 mánuðir síðan að ég var að svara í símann minn í tíma og mér var tilkynnt að ég væri búin að eignast litla frænku...tíminn líður svo hratt!! Hins vegar þýðir þetta að ég fæ kökur og heita rétti á laugardaginn...jei :-)
Ég er búin að vera mjög virk í bíói undanfarið. Búin að sjá á síðustu vikum: Big fish, Last samurai, Gothica, Lost in translation, og væmna mynd þarna með Jack Nicholson, ég man ekki hvað hún heitir. Allt mjög fínar myndir en ég verð samt að segja að Lost in translation stendur eiginelga uppúr. Mögnuð mynd...mæli eindregið með henni.
Ég er í dead boring umræðutíma núna...ég á að vera að fylgjast með...EIMITT að ég nenni því...
Fór í bestu vísindaferð sem ég hef farið í hingað til á föstudaginn. Leiðinn lá til Pharmanor þar sem tekið var á móti okkur með bjór og látum. Góður fyrirlestur, kannski helst til langur, enda held ég að flest allir hafi verið búnir að skella sér að minnsta kosti einu sinni á klóið á meðan. En síðan tók við þessi geðveika veisla, við erum að tala um að það var kokkur sem hafði eldað alls konar smárétti, heita og kalda, og nóg af rauðu, hvítu og bjór til þess að skola þessu niður með.
Okey, ég er bara búin að sjá 8% af heiminum...get nú ekki sagt að það sé mjög mikið...