Páskarnir búnir. Tíminn líður svo hratt að ég verð hálf hrædd stundum að það styttist bara í að maður fari á elliheimili.
Nú er það að minnsta kosti ljóst að Dr. Maack er ekki að fara í sumarpróf í sumar. Mikið svakalega verður það gott að fá loksins frí og geta loksins fengið heila þrjá mánuði þar sem ég þar EKKERT að hugsa um skólann. Enda stefnir þetta á brjálað sumar.
Byrjuð í nýrri vinnu. Er orðin hjúkrunarfræðingur á Sóltúni. Mjög fínt, gott að fá smá peninga, maður er alveg í skattinu í þeim málunum.