Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Haldiði að ég sé ekki bara orðin gömul...ha, já...ótrúlegt en satt þá er litla stelpan bara 23. ára í dag. Tíminn líður nú heldur betur hratt...
En maður verður nú að reyna að gera sér glaðan dag svona í tilfefni dagsins. Já ég svaf alveg út til kl. 10 í morgun, algjör lúxus og fór svo og fékk mér lunch með systrum mínum. Svo er aldrei að vita hvað kvöldið felur í sér :o)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Þá er það staðfest!!
Ég er á leiðinni til útlanda í sumar!! Jibbý!! Miðinn er komin í höfn og búið að borga hann svo það er ekki aftur snúið núna!! Ég hlakka ekkert smá til...bara 75 daga þangað til! :)

mánudagur, apríl 18, 2005

Ég ætla að verða forseti og segja ný lög sem banna að öll starfsemi (vinna eða skóli) byrji fyrr en kl. 10 á morgnanna. Að minnsta kosti sú starfsemi (vinna eða skóli) sem að ég tek þátt í.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Alltaf gaman í vinunni...laugardagskvöld og sunnudagskvöld farið í ruglið.

Fæ frí fyrstu tvær vikurnar í Júlí svo nú er bara um að gera að fara að drífa sig að bóka ferð út!! Get ekki beðið eftir að fara aðeins í burtu af þessu landi!! Sjá smá sól vonandi, drekka ódýrt vín, borða mikinn mat, fara í tívolí! Svoleiðis á lífið að vera...a.m.k. einu sinni á ári.

Var reyndar á netinu að skoða ferðir til Þýskalands og það er bara ekkert ódýrara að fljúga mað express en icelandair.´Ég var mjög svekkt yfir því!!

A

föstudagur, apríl 08, 2005

Tíminn líður hratt...já heldur betur haldiði að það sé ekki bara komin 8. apríl. Sem þýðir að ég á afmæli eftir litla 19 daga!! Jei jei jei jei!!
Annars geri ég ósköp lítið þessa dagana svo að ég hef ekki mikið til að skrifa um. Kannski ég fari bara að skrifa um eitthvað á heimspekilegu nótunum í staðinn!! Humm...ég er nátturulega svo skapandi í skriftum, sést á ritgerðinni sem ég er búin að vera að reyna að skrifa núna í 4 vikur og er komin með 10 línur og er að spá í að stroka þær allar út hvort eð er.
Það er samt vísó í mastercard í kvöld. Maður dettur kannski í gírinn og kíkir í bæinn, það er aldrei að vita hvað maður tekur upp á að bralla.