Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, maí 31, 2007

Nú er þetta búið...

og alvaran tekin við. Já, testin eru búin, ég er búin með 5. ár í læknisfræði. Sjæses hvað tíminn liður hratt...þetta er bara rugl.

Alvaran er tekin við, já það er ekki hægt að segja neitt minna. Er byrjuð í vinnunni sem afleysingarlæknir á Heilsugæslunni í Mosfellsbæ. Nú er maður ekki lengur í neinni sápukúlu þar sem ábyrgðin er algjörlega á annarra manna höndum. Nei núna þarf maður að bera ábyrgð og taka ákvarðanir. Það er ekki laust við að maður hafi verið töluvert tachycard þegar maður vaknaði í morgun, já og ætli blóðþrýstingurinn verið ekki krónískt hækkaður í allt sumar.

föstudagur, maí 25, 2007



Mestu mýslur í heimi




Stoltar stóru systur og móðursystir










Minnstan nýfædd
...nú vantar bara nafn...

VÆL

Af hverju er læknadeildin alltaf búin síðust allra deilda Háskólans í prófum? Síðasti prófdagur Háskólans á að vera 15. mai. Við erum í verknámi út 25. maí og próf 29-31 maí.
Ekki nóg með það heldur byrjum við alltaf ca. 25 ágúst meðan aðrar deildir byrja í september.
ÞETTA ER ÓÞOLANDI!!!!
Próflokaball Háskólans var haldið 18. maí sl. Hversu margir læknanemar ætli hafi verið þar?
Eða erum við kannski bara ekki í Háskólanum??

Kv. Fúli-Múli sem situr fastur í Ármúla um Hvítasunnuhelgina að lesa fyrir próf.

sunnudagur, maí 20, 2007

LEG

"Er ég mjó mjó eða er ég mjó mjó mjó. Af því að ef ég er bara mjó, þá er ég feit, en ef ég er mjó mjó mjó þá er ég of mjó"

Spurning dagsins er því: Er ég mjó mjó eða er ég mjó mjó mjó?

laugardagur, maí 19, 2007

Without you I´m nothing
I'm unclean, a libertine
And every time you vent your spleen,
I seem to lose the power of speech,
Your slipping slowly from my reach.
You grow me like an evergreen,
You never see the lonely me at all

föstudagur, maí 18, 2007

Ég ét þá bara ofan í mig síðustu færslu...

miðvikudagur, maí 16, 2007

Ríkisstjórn

Ég bíð spent eftir tilkynningu í fréttunum um að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hafi ákveðið að halda áfram að vinna saman og hafi myndað nýja ríkisstjórn.
Eins og góður félagi minn sagði í dag þá held ég að ef það gerist þá hætti maður bara að kjósa. Þetta er orðið alveg vonlaust og lýðræðið er dautt.

Af hverju tökum við ekki bara upp konungsveldi eða keisaraveldi??? Það er töff.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Mikið svakalega geta lög frá '90 tímabilinu og önnur kjánaleg lög verið fáránlega hressandi þegar maður er að lesa. Já stundum getur maður gleymt sér alveg yfir endocrinologiu á meðan superhits of the '90 ómar í eyrunum eða annað hressandi eins og ABBA.