Nú er Dr. Maack orðin stressuð. Já, þetta er allt að gerast. Fyrirlestur hjá mér á miðvikudaginn (25. maí), kl. 15 í hringsal Landspítalans. Þetta er sko langt frá því að vera það skemmtilegasta sem ég geri. Ég veit ekki af hverju, en að standa fyrir framan fullt af fólki (að ég tali ekki um eitthverja lækna sem líta á mann sem písl og að þeirra hlutverk sé að grilla mann) heillar mig á engan hátt. Öri andadrátturinn, munnþurrkurinn, svitinn, yfirlið, stam, vá hvað ég ætlaði ekki að segja þetta og allar hugsanirnar sem þjóta um hausinn á meðan maður stendur þarna í 10 mínótur í helvíti er ekki uppáháldið mitt.
En brátt lýkur þessu og þá verð ég glöð :o) Já, þá verður sko gaman...