Ný frænka
Í dag kl. 11:23 eignaðist ég litla frænku. Systir mín eignaðist sína þriðju stelpu. Hún var 15 merkur, 3735 g og 52 cm. Hún er með dökkar krullur og er algjört krútt. Allt gekk ótrúlega vel og ég fékk að vera viðstödd. Ég hef ekki hætt að brosa síðan ég sá hana.
Á morgun á ég svo afmæli. Það hefði verið gaman að fá frænku í afmælisgjöf, en núna eigum við bara okkar eigin afmælisdag, það er líka gaman.