Það er alveg ótrúlegt hvað ég komst ótrúlega vel frá þessari helgi! Hún heppnaðist alveg ekkert smá vel. Ég´er stolt af því hvað ég afrekaði mikið þessa helgi...
Föstudagur, byrjað að drekka klukkan sjö í partýi hjá Bóbó. Reynt mikið til að fá Siggu tvíbura til að detta í það með mér en eftir miklar hótanir og þrjósku í mér gafst ég upp! Þvílík og önnur eins þrjóska í einni manneskju, og ég sem hélt að ég væri þrjósk! En Sigga, þú ert samt snillingur. Farið á Felix á idol partý, drukkið meira :-) ´Fín mæting hjá læknunum!
Dönsuðum af okkur skóna, var alveg búin á því um hálf fjögur, ég, Óla og Stína (sem er snillingur líka komst ég að á djamminu) fórum til Stínu og pöntuðum okkur pizzu. Pizza og kók, hlaupið svo heim í grenjandi rigningu! Farin að sofa um 5-leitið!
Laugardagsmorgun kl. 08:02, síminn minn hringir WHAT THE FUCK!!!
Sigga mín, þótt að ég sendi þér sms klukkan fjögur um nótt og biðji þig um að vekja mig þegar þú ferð í skólann og gefa mér far þá er ekki mjög líklegt að ég sé í réttu ástandi 4 tímum síðar eftir 3 tíma svefn! En veistu það, ég dái þig fyrir að hafa hringt, ef eitthver biður mann um að gera eitthvað þá á maður að standa við það!
Laugardagsmorgun kl. 10:00, síminn minn hringir aftur
Hildur á leið í skólann: "viltu far, Sigga var að tala við mig og var að tala um að þig vantaði að komast upp í skóla" Ég: "hurrr, zzzzz, gggrrrrrr, hóst hóst,zzzzz, takk samt"
En fór ekki að sofa, var komin upp í skóla hálftíma síðar.
Náði 6 lesstofu tímum.
Ísbíltúr með Ólu um kvöldið.
Mætt í vinnuna á sunnudagsmorgun kl. 07:40
Vann í West-town-pool til kl. 14
Upp í skóla að læra
Náði 6 lesstofu tímum aftur í dag
Sem sagt góður árangur þessa helgina!