Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, október 31, 2003

Púff...próf (vefverkefni) eftir hálftíma.
Af hverju er ég stressuð? Ég meina þetta gildir bara 5%. Æ hvað það verður samt gott þegar þetta er búið, þá getur maður farið að undirbúa fyrirlestrana tvo á mánudaginn og umræðufundinn í lífefnafræði. En grímuball í kvöld og partý hjá Ölla á morgun svo að það er allt að gerast!!!

fimmtudagur, október 30, 2003

Speki dagsins:
"Just because you feel goooooddd, dosn´t make you right, oh no,
just because you feel goooodd, still want you here tonight..."

Þessi vika er nú búin að vera meira bullið.
Er búin að eiga heima uppi í skóla, gjörsamlega, er að verða geðveik á þessu.
Svo er líka þetta skemmtilega vefverkefni á morgun :-)
Anyway, hef voða lítið að segja í augnablikinu, vonandi fer eitthvað skemmtilegt að gerast hjá mér sem að ég get tjáð mig um.
Hulda spánverji er byrjuð að blogga og hef ég sett inn link á hana.
Lifið heil.

sunnudagur, október 26, 2003

Það er alveg ótrúlegt hvað ég komst ótrúlega vel frá þessari helgi! Hún heppnaðist alveg ekkert smá vel. Ég´er stolt af því hvað ég afrekaði mikið þessa helgi...
Föstudagur, byrjað að drekka klukkan sjö í partýi hjá Bóbó. Reynt mikið til að fá Siggu tvíbura til að detta í það með mér en eftir miklar hótanir og þrjósku í mér gafst ég upp! Þvílík og önnur eins þrjóska í einni manneskju, og ég sem hélt að ég væri þrjósk! En Sigga, þú ert samt snillingur. Farið á Felix á idol partý, drukkið meira :-) ´Fín mæting hjá læknunum!
Dönsuðum af okkur skóna, var alveg búin á því um hálf fjögur, ég, Óla og Stína (sem er snillingur líka komst ég að á djamminu) fórum til Stínu og pöntuðum okkur pizzu. Pizza og kók, hlaupið svo heim í grenjandi rigningu! Farin að sofa um 5-leitið!

Laugardagsmorgun kl. 08:02, síminn minn hringir WHAT THE FUCK!!!
Sigga mín, þótt að ég sendi þér sms klukkan fjögur um nótt og biðji þig um að vekja mig þegar þú ferð í skólann og gefa mér far þá er ekki mjög líklegt að ég sé í réttu ástandi 4 tímum síðar eftir 3 tíma svefn! En veistu það, ég dái þig fyrir að hafa hringt, ef eitthver biður mann um að gera eitthvað þá á maður að standa við það!
Laugardagsmorgun kl. 10:00, síminn minn hringir aftur
Hildur á leið í skólann: "viltu far, Sigga var að tala við mig og var að tala um að þig vantaði að komast upp í skóla" Ég: "hurrr, zzzzz, gggrrrrrr, hóst hóst,zzzzz, takk samt"
En fór ekki að sofa, var komin upp í skóla hálftíma síðar.
Náði 6 lesstofu tímum.
Ísbíltúr með Ólu um kvöldið.
Mætt í vinnuna á sunnudagsmorgun kl. 07:40
Vann í West-town-pool til kl. 14
Upp í skóla að læra
Náði 6 lesstofu tímum aftur í dag
Sem sagt góður árangur þessa helgina!

föstudagur, október 24, 2003

Föstudagur!!!! = FLÖSKUDAGUR!!!
Já það er sko djamm í kvöld, það er sko djamm í kvöld.
Partý hjá Bobo á eftir um sjö-leitið og svo Idol partý á Felix um hálf níu.

Var í færnibúðum í dag, algjör snilld, skoða í háls, eyru, hlusta, mæla blóðþrýsting, gera taugaskoðun og margt margt fleira. Loksins eitthvað sem sýnir manni að þetta er ekki bara lestur allan daginn inn og út og meiri lestur og meiri.

En ekki seinna vænna að fara að gera sig ready fyrir kvöldið!! Partý eftir einn og hálfan tíma!!!

miðvikudagur, október 22, 2003

Halló halló halló ég er að verða geðveik!!!!
Við erum að tala um að ég er föst í tölvuveruni í læknagarði ásamt fjórum samstúdentum mínum með engan mat, ekkert vatn og alltof mikið af upplýsingum um slétta vöðva!!
Þetta skýslu dæmi er alveg ótrúlegt, þetta á eftir að vera svo leiðinlegur fyrirlestur sem við erum að halda um greyið legvöðvann úr rottunni sem var drepin til þess að við gætum dáið úr hungri í þessum undirbúningi fyrir umræðufund á morgun!

En það kom samt eitt út úr þessu :-)
Ég var að "taka þátt" í þessu hópverkefni áðan og var að vafra um á netinu og fann vinkonu mína!! Ég fann mynd og e-mail hjá hinni þýsku Dr. Heidrun Braun!! Og ég sendi henni e-mail!! Nú er bara að vona að hún vinkona mín svari mér, kannski ég fari bara í heimsókn til hennar til Þýskalands :-)

þriðjudagur, október 21, 2003

Já, eins og þið hafið örugglega tekið eftir þá er bloggið mitt í fokki og ég nenni ekki að laga allt sem ég var búin að skrifa, þið eruð hvort eð er búin að lesa það áður, sérstakar óskir um að ég lagi eitthvað má þó taka til umhugsunnar.
Seinni hluti ferðasögu minnar er síðan væntanlegur í kvöld eða á morgun :-)

Ferðasaga mín til Bretalands
Fimmtudagur:
Skóli um morguninn, spenningur komin í­ mig. Farið út á flugvöll, tveir kaldir Kallar (Carlsberg) runnu niður og kippa í­ töskunni. Keypti bara smá nammi. Lentum í­ Starnsted, Haukur var mættur að taka á móti okkur. Keyrðum í tvo tí­ma eftir hraðbrautinni til Royal Leamington Spa þar sem fjölskyldan mí­n beið. Tekið á móti okkur með miklum knúsum og látum af hálfu SFH (sóley friðrika hauksdóttir) og SKH (svala kristí­n hauksdóttir). Bara rólegt kvöld.

Föstudagur
Vaknað og rölt niður í­ miðbæ í­ Leamington og verslað :-) SKH var með hita og hálf lasin en­ SFH var í­ fullu fjöri. Fór síðan um hálf sex leitið á lestarstöðina og ætlaði að kaupa mér lestarmiða til Cardiff með viðkomu í­ Birmingham á 36 pund en það var rafmagnsleysi í­ Birmingham svo að ég hefði lí­klega aldrei komist á leiðarenda ef ég hefði farð þá leðina svo að ég keypti lestarmiða til Cardiff með viðkomu í­ Reading á 57 pund!!! Við erum að tala um 7000 kr fyrir lestarferð fram og til baka!! Algjört morð að henda peningunum sí­num í­ þetta rugl svo það var eins gott að feðin varð að lokum þess virði!! Kom um hálf níu til Cardiff eftir lestarferðina þar sem ég cillaði með Carlsberg í­ annari og heftið hans Hannesar Blöndal um hálsinn í­ hinni. Þar tók Lára Sóley á móti mér og var ógeðslega gaman að sjá hana. Fórum á barinn í­ skólanum hennar, by the way sem er geðveikt flottur, skólinn sko, og barinn :-)
Drukkum báðar meira áfengi, ég fékk Láru til að drekka VK appel, sætan drykk dauðans, fjögur stykki takk fyrir á no time. Röltum síðan á Burger King þar sem ég fékk mér franskar og laukhringi og síðan á klúbb sem ég man ekki hvað heitir. Þar áttum við gjörsamlega dansgófið, dönsuðum af okkur fæturnar og allir strákarnir hópuðust í­ kring um okkur. Þar talaði ég við DJ-inn og bað hann um að spila uppáháldslagið mitt fyrir mig, Gangsters paradise með Coolio!! Hversu magnað lag er það og viti menn helduru að hann hafi ekki bara spilað þettaa strax því­ honum fannst þetta svo góð hugmynd og ég svo sæt! Fórum heim, lögðumst upp í­ rúm heima hjá Láru og vorum að spjalla og hlæja þangað til að við sofnuðum báar á sömu sek í­ öllum fötunum. Snilld :-)

Laugardagur
Þegar ég vaknaði beið mín ýkt flottur morgunverður a la Lára eftir að ég hafði stokkið í sturtu og þvegið af mér mesta djamm skítinn. Við sjölluðum meira og hlógum meira og síðan tók ég lestina tilbaka til Leamington um hádegið. Vegna lestartafa eins og virðist vera mjög algengt í Englandi var ég 4 klukkutíma á leiðinni heim. Haukur og SFH tóku á móti mér og við fórum síðan fljótlega aftur í bæinn að eyða meiri pening :-)
Um kvöldið elduðu Haukur og Valgerður svo ógeðslega góða nautasteik og ég át á mig gat og drakk sumardrykk, rauðvín og bjór eins og ég gat í mig látið. Börnin svæfð og amman látin passa og ég, Valgerður og Haukur fórum og kíktum á næturklúbb. Það átti ekki að hleypa okkur inn þar sem að ekki er heypt inn á skemmtistaðina eftir kl. 12:30!! Haló, hversu heimskulegt er það!! En við létum ekki deigan síga, fundum bakdyrnar og komum okkur inn. Bjór á barnum og dansað. Aftur tók ég mig til og spjallaði við DJ-inn og enn og aftur tókst mér að fá hann til að spila Gangsters paradise með Coolio fyrir mig :-)

mánudagur, október 20, 2003

Púff...það er orðið alltof langt síðan að ég bloggaði síðast...ástæður:
Alla síðustu viku lág ég í rúmminu með helvítis hita, hálsbólgu og eyrnabólgu.
Þegar mér var að batna (á fimmtudaginn 16. okt) þá fór ég til Bretalands :-) og var bara að koma heim í nótt...þannig að ég hef frá nógu að segja...

fimmtudagur, október 09, 2003

FRÉTT MÁNAðARINS
Já þá er það frétt mánaðarins: :-)
Óla snillingur hefur ákveðið að ganga til liðs við singles-klúbbinn minn þar sem að hún ákvað að losa sig við allt sem kallast stráka rugl og join me in the singles-club! Það verður eitthvað rugl í­ vetur skal ég segja ykkur fyrst að hún er komin! Bara snilld!
Hér með býð ég hana velkomna til starfa og hefur hún strax fengið starf sem vara formaður klúbbsins! Heyr heyr!!

Já, talandi um nammibann, bara rugl, bara rugl, mæli ekki með því fyrir nokkurn mann.
Það vill svo til að ég er hætt í þessu ljóta nammibanni og stefni ekki í nýtt bann á næstunni. Það er bara rugl!!
Þrefallt húrra fyrir nammi, húrra húrra húrra!

Kæru vinir.
Hér til hliðar hef ég ákveðið að setja inn link á bekjasystur mína, snilling og tilvonandi lækni vors hana Ally. Hún á svokallaða stafræna myndavél sem er að ryðja sér hraða braut í nútímasamfélagi okkar og hefur hún verið nokkuð iðin við að taka ljósmyndir á þetta tæki sitt við sérlega skemmtileg tækifæri. Ég skora á ykkur að leggja leið ykkar inn á heimasíðu hennar og skoða myndirnar sem hún hefur sett inn á síðuna sína og þá sérstaklega myndirnar úr heilapartýinu og forvarnarferðinni.
Lifið heil.

miðvikudagur, október 08, 2003

Nú fer enn og aftur að koma helgi, það er alltaf helgi, æ en leiðinlegt :-)
Þessa helgina ætla ég að taka því bara rólega, skreppa upp í bústað með mömmu og pabba og reyndar öllum kennurum í verkfærðideild háskólans og fjölskyldum þeirra en hver hefur ekki gaman af því :-)
� bústaðnum ætla ég að gera eftirfarandi:
Læra
Borða nammi
Drekka Carlsberg
Fara í heitapottinn
Spila á gítarinn
Spila Trivial
Sofa út
Jamm, that´s about it, og ég held að ég hlakki liggur við bara til.

Staðreynd fyrir þig kæri lesandi ef þú hyggst á læknanám í framtíðinni:

Ef þú hefur hugsað þér að ganga í læknadeild þá verður þú að vera tilbúin að helga lífi þínu einungis tveimur hlutum, það er bara tími til þess að gera tvennt:
LÆRA
DREKKA
Svo ég tali nú af eigin reynslu og margra annara þá get ég fullyrt það að annað hvort ertu að læra eða þá að þú ert fullur kæri tilvonandi læknanemi!

mánudagur, október 06, 2003

Heilapartýið!!!!

Sjúkraþjálfarar á 2. ári, þið eruð snillingar, já þið eruð algjörir snillingar!! Þið kunnið sko að halda partý, heilapartýið var algjör snilld!
Þetta hófst með sundferð í vesturbæjarlaugina þar sem sex hraustar stelpur mættu (þið hinar 21 eruð bara latar) og farið í gufu og allar orðnar voða sætar og fínar. Fyrirpartý hjá Bóbó, pizza og þrír bjórar í upphitun. Farið niður í hús kafarafélagsins í Nauthólsvík þar sem partýið var. � boði voru tveir balar af bollum og hellingur af bjór! Ummm...algjör snilld. Allir merktir með heila nafni og mér hlotnaðist sá heiður að heita Heiðrún hydrocephalicus (þið sem eruð ekki læknisfræði töffarar þá er þetta Heiðrún vatnshöfuð). Allir hétu nafniu sínu og eitthvað heiti í heilanum en ég var reyndar undantekning og fékk að vera sjúkdómur :-)
Mikið dansað, fín tónlist, góður dýraleikur (sem ég vann reyndar ekki :( ) og bara búggí fram eftir nóttu. Allir vel drukknir eins og læknanemum einum er lagið, sumir fullari þó en aðrir en ég hélt mig bara á mottunni. Kalli kíkti aðeins í heimsókn í partýið og var hálf hræddur held ég ; ) Ólöf kom líka með Kamillu en þær stoppuðu ekki lengi. Svo var farið í bæinn, ég neitaði að bíða í klukkutíma röð í þvílíkum kulda á hverfis svo við fórum bara á felix. Fínt þar, mikið dansað, leið reyndar eins og ég væri komin aftur inn á Sportkaffi, vantaði bara Sissu með mér! Sama fólkið og var alltaf þá þar og sama tónlistin, sumt breytist aldrei. Eftir góðan dans fórum við á Nonna og svo leigari með Hálfdán, Völu og Ólu. Fór með Ólu upp í Kópavog og krassaði þar, hún var vel drukkin stelpan hihihihi. Mikil læti í okkur og mikið hlegið af skondnum atvikum kvöldsins þangað til að við hálf drápumst um hálf sex. Algjör snilldar kvöld!

En ætla að drulla mér upp í skóla að læra núna, var þar frá 8-18 og núna er ég búin að vera heima í mat í alveg einn og hálfan tíma og tími til komin að fara að koma sér aftur á stað!

Það er komin lítil Birna í heiminn!! Já, loskins er hún Birna vinkona mín búin að fæða og líka þennan dýrgrip. Fæddist lítil prinsessa í gær kl. 13:30 og var hún alveg 14,5 merkur og 52 cm. Nokkrum klukkutímum síðar var ég komin upp á fæðingadeild og farin að skoða gripinn. Þvílík tilfinning að sjá þær saman, ég fékk í fyrsta skipti á ævinni smá eggjastokka hljóð í mig og ákvað líka að ég ætlaði sko pottþétt að verða fæðingalæknir :)
En elsku Birna mín, ég vil bara óska þér til hamingju og Heiðrún "frænka" ætlar alltaf að koma í heimsókn og spilla litla dýrgripnum!

laugardagur, október 04, 2003

Já, ég fann róna mynd af mér og Auði á nonnabita síðan síðasta föstudag!!

Púff púff púff

Þessi vika er búin að vera hrein martröð!!
Við erum að tala um vera uppi í skóla að læra frá 8:00-24:00 að minnsta kosti alla vikuna! Þetta heilapróf var alveg að fara með mann!! En núna er það búið! Kláraði fyrir 2 klukkutímum og er mjög fegin. Og líka það að ég náði prófinu :-)
Maður er bara alveg búin á því eftir þetta, ég er líka bara búin að vera svo stressuð fyrir þetta próf og það er búið að ganga eitthvað svo illa að læra að þetta er bara búið að vera algjör martröð! En núna get ég verið mikið fegin og byrjað að læra venjulega aftur. Ég var svo stressuð í gær að ég ældi meira að segja, ég vildi óska þess að við værum ekki með heila!

Svo er heilapartý í kvöld, það verður eitthvað tekið á því þar, þetta partý er víst þekkt fyrir að vera nokkuð skrautlegt og ég held að bekkurinn minn verði engin undantekning þar á.

Svala kom í heimsókn til mín upp í skóla í gær og ég tók magnaða mynd af henni með heila! Verst að ég kann ekki að setja inn myndir á þessa síðu.

En ætla að drulla mér í ræktina núna, ég meika ekki þessa bumbu lengur, langar að fá six-packinn minn aftur (sem er í raun eight-pack anatómíalega séð :-) ) Vonanadi verða skemmtilegar sögur eftir kvöldið til að henda inn á síðuna mína á morgun!

Lifið heil!