Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Reykingar vs. Farsímanotkun

Það hefur mér alltaf verið gjörsamlega óskiljanlegt með öllu hvers vegna fólk er stoppað af löggunni og rukkað um fullt af pening fyrir að tala í farsíma undir stýri en engin segir neitt við því þegar fólk reykir undir stýri.
Þetta er í mínum huga svo fáránlegt að það nær engri átt. Ég er ekki að segja að það sé hættulaust að tala í farsíma undir stýri, en að mínu mati er mun hættulegra að reykja undir stýri. Afleiðingar þess að missa sígrettu í sætið eða gólfið geta verið mun alvarlegri en að missa símann sinn. Svo ég tali nú ekki um óþveran við að reykja í bíl, ekki það að það komi málinu alveg við, en það er algjör viðbjóður að sjá fólk strompreykjandi með lokaða glugga og svo barn eða börn í aftursætinu. Ég vil sjá jafnar sektir fyrir að tala í farsíma undir stýri og það að reykja undir stýri, og það strax!!

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Tónlist

Það er merkilegt hvað maður tengir ákveðnar tilfinningar sterklega við ákveðin lög.
Sérstaklega finnst mér merkilegt þegar maður er að gera eitthverja rólega hluti, t.d. situr og lærir, eða situr einn í bíl og er að keyra eitthvert út á landi, og það kemur eitthvað fáranlega heimskulegt lag í útvarpinu sem kveikir á brjálaðri djamm tilfinningu hjá manni. Það síðasta sem maður var að hugsa um áður en lagið byrjaði var eitthvert fáránlegt blindafyllerí, en um leið og lagið byrjar þá getur maður ekki hugsað um neitt annað en tilfinninguna að vera wasted (sót-ölvaður). Ég er ekki frá því að maður finni jafnvel fyrir áhrifunum í smá stund leyfi maður sér að detta inn í tilfinnninguna. Já, það er ekki hægt að segja annað en að tónlist geti haft mikil áhrif á mann.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Þorrablót

Ég var svo lánsöm að fara á þorrablót Holtamanna á Laugarlandi sl. laugardagskvöld. Þorrablót eru nátturulega ekkert annað en snilld. Þar sem ég er ekki heimakona úr Holtamannasveit þekkti ég örfáar hræður á staðnum. En það er ekki hægt að skafa það af sveitamönnum að þeir kunna að skemmta sér. Á uppákomum sem þessari er alltaf skemmtinefnd sem sér um skemmtiatriði á hverju ári. Ganga þau að mestu út á að gera grín að sveitungum og atburðum sl. árs. Það er því ekki hægt að segja annað en að skemmtiatriði séu vel heppin þegar að Reykjavíkur-rotta eins og ég get setið yfir skemmtiatriðum sem þessum í um 1-2 klst og hlegið meiri hluta tímans.
Hins vegar kom nokkuð augljóslega í ljós að ég væri ekki sveitungur þegar ég fór að horfa á borðin í kringum mig. Þarna sat ég í mestu makindum og drakk mitt rauðvín sem ég tók með mér, n.b. heila flösku því ég ætla mér sko að vera wasted. Þegar mér var litið á drykki sessunauta minna og fólksins á borðum í kring fór um mig minnimáttarkennd, varla mátti greina neitt annað en vodka eða íslenskt brennivín, og inn á milli svona eins og kassa af bjór. Og ekki nóg með það, heldur var um 1 stk. af vodka/brennivínsflösku við hvert sæti. Ég held að fólk hafi litið á mig sem eitthvern vitleysing úr borginni, með mína ágætis rauðvínsflösku. Og ég sem hélt að ég væri ágætis drykkjumaður.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Fæðingar

Jæja þá er prófin búin hjá mér í bili, er byrjuð í verklegu námi á kvennadeildinni.
Ég er einmitt í þessuðum töluðu orðum á fyrstu fæðingarvaktinni minni með ljósmóður. Er búin að bíða ótrúlega spennt, hlakkaði ekkert smá til að sjá mína fyrstu fæðingu og upplifa kraftaverkið. En nei, nei. Dr. Maack er alltaf í sama pakkanum. Ég er búin að sitja inn á vakt hjá ljósmæðrunum síðan kl. 8 í morgun að bíða eftir að eitthver kona komi inn sem sé að fara að fæða, en það hefur bara nákvæmlega ekkert gerst. Engin kona fætt. Þetta er fáránleg, sérstaklega þegar maður horfir til þess að um 4000 börn fæðast á Íslandi árlega. En þetta virðist loða við mig. Í fyrra tók ég næturvakt á neyðarbílnum, aðfaranótt sunnudags, og var heldur betur tilbúin í action. En nei, ekki eitt útkall. Hvað er málið með mig?

mánudagur, febrúar 05, 2007

Sterar vs. fæðubótaefni

Þetta er by far lélegasta afsökun sem ég hef á ævi minni heyrt. Ég meina come on:
"Hann ætlaði bara að kynna sér þessi efni og lesa sér til um verkan þeirra". Af hverju keypti hann þá 30 þúsund lyfjahylki. Það er alveg hægt að kaupa eina dós og lesa utan á hana, jafnvel googla hana. Það stendur það nákvæmlega sama á þeim öllum. Sumt fólk er ekki alveg í lagi.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Óyndi

Óyndi er skondið orð. Þetta getur verið mjög neikvætt og átt við fólk sem er einstaklega leiðinlegt og neikvætt.
Á hinn bólgin er hægt að vera fyndinn með því að vera með óyndi. Þegar maður er svangur og pirraður er mjög auðvelt að vera með óyndi yfir öllu. Það er kaldæðið fyndið að vera með óyndi í heilan dag. Segja bara neikvæða hluti allan daginn, sem eru svo ýktir af óyndi að þeir eru orðnir fyndnir. Ég vil að það sé lögskipaður fyndinn óyndisdagur einu sinni á ári.