Pabbi minn er í Kosavo! Líklega að upplifa strákadrauminn í sér, keyrandi um í Hummer jeppa og skjótandi úr vélbyssum! Kannski soldið ýkt, að minnsta kosti með vélbyssurnar, en algjör snillda samt! Örugglega þvílík upplifun að sjá svona stíði barið land!
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Dr. Maack talar frá læknagarði...
...horfði á 28 days later í gær...góð mynd...mæli með henni...
Verð að lýsa stolti mínu yfir á snilldar dissi á íslenska handbolta landsliðið. Heil opna í DV, svört, með einni hvítri línu sem stóð á...Hérna átti að vera umfjöllum um árangur íslenska handbolta landsliðsins...
Þvílík snilld!!
mánudagur, janúar 26, 2004
Fór á snjóbretti í Bláfjöllum með Jónasi í gær!!
Þvílík tilfinningin að finna loksins brettið fast aftur við fæturnar á mér, finna vindin og kuldan gnýsta í kinnunum á leiðinni niður og súrefnið fylla lungun! Vá, þvílík tilfinning! Manni finnst maður loksins vera frjáls þegar maður flýtur niður brekkurnar og tæmir hugan gjörsamlega og hugsar ekki um neitt nema næstu beygju sem maður ætlar að taka og kannski um hólinn sem er framundan og gæti verið gaman að hoppa á. Ég á eftir að lifa á þessari tilfinningu næstu dagana!
laugardagur, janúar 24, 2004
Algjör snilld í gær!
Var að hanga upp í læknagarði og alveg ekki að nenna að læra frekar en fyrri daginn. Þá fara garnirnar í mér að gaula og ég og Helgi ákveðum að fara á Subway í kringluna að fylla mallan. Gott mál bara. Lítum á klukkuna þegar við erum búin að borða...hummm...klukkan er að verða fjögur...þá kemur Helgi með þessar snilldar hugmynd..."er ekki fjögur bíó??" og viti menn, haldiði að við höfum ekki bara skellt okku í fjögur bíó á The hunted manson ásamt svona 5 öðru fólki og má með sanni segja að við höfum verið að hífa meðalaldurinn í salnum töluvert upp. En þvílík snilld að nenna ekki að læra og skella sér bara í fjögur bíó í staðinn!
Forvarnastarfs peppup í kafarahúsinu um kvöldið. Góð kynning á getnaðarvarna hringnum, nóg af bjór í boði og samlokum og svo búggí búggí fram eftir nóttu! Skrapp á hverfis eftir það en var orðin þreytt svo ég fór bara snemma í bælið. Gott kvöld samt!
föstudagur, janúar 23, 2004
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Dr. Maack talar fr? M?nat?ni...
J?ja, n?na sit ?g og horfi ? ?sland - Sl?ven?a og sta?an er 3 - 3. Hva? er ? gangi!! Vi? erum svo l?leg a? ?a? h?lfa v?ri n?g...
?g er l?klega a? fara ? sk??afer? til Akureyrar 6-8 feb. dj?fullsins snilld ver?ur ?a?, vonandi gengur bara allt plani? upp, ?? ver?ur ?etta algj?r snilld!!
Vann ? Trivial ? g?r, ?g er sov g?? ? ?v? a? ?a? h?lfa v?ri n?g, ef ?a? ?orir eitthver ? mig, just let me know...
M?tti l?ka ? f?tboltan ? dag, er kannski ekki alveg eins g?? ? honum, ef ?a? vill eitthver kenna m?r ??, just let me know...
Svo er spurning um djamm ? morgun?!? ?g ?tla?i n? a? h?tta a? fara a? djamma og drekka en ?a? er bara svo erfitt a? segja nei vi? ?keypis bj?r! ANyway, ?g hef ekkert merkilegt a? segja annars, ?sland er ekki alveg a? massa ?etta, erum undir 6 -5. ?tla a? gl?pa a?eins og svo er ?g farin ? sund me? J?nasi!
Dr. Maack hefur loki? m?li s?nu.
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Tók blóð í dag og það leið ekki yfir mig :-)
Lét taka blóð úr mér í dag og það leið ekki yfir mig :-)
Tók blóð úr Ólu í dag sem er með engar sjáanlegar æðar og það tókst í fyrstu tilraun :-)
Óla tók blóð úr mínum fínu æðum í dag og það tókst í fyrstu tilraun :-)
Já, gleymdi að taka það fram, það leið ekki yfir mig í blóðtökum í dag :-)
Þetta er til skammar! Næstum því vika síðan að ég sendi frá mér línu!!
Allir dagar eru nú samt nokkuð eins...bara skóli og læra.
Í síðustu viku fór ég á heilsugæslu á fimmtudag og föstudag. Það er nú ekkert til frásögu færandi, enda er ég heldur ekki að fara að skrifa neinar sögur hér þar sem maður er náttúrulega bundin þagnaskyldu ;-) En á föstudagsmorgninum fór ég á Eir að fylgja lækninum þar. Það var svona máturlega áhugavert þangað til að ég þurfti að sitja á fundi með lækninum og hjúrunarfræðingunum þar sem verið var að ræða lyfjabreytingar og annað slíkt. Fundurinn stóð yfir í heila 2 og 1/2 tíma!!! Hélt ég yrði ekki eldri!! Og ekki nóg með það heldur tók króníski svefnvandamálið mig sig upp og ég bara gat engan vegin haldið mér vakandi! Svo að þarna þurfti ég að sitja í 2 og 1/2 tíma eins og illa gerður hlutur, gat varla haldið augunum opnum, með kaffibolla í annarri og kaffikönnu í hinni!
Vísindaferð á föstudaginn! Já já, þessi líka góða vísindaferð sem endaði með rúnt í rútu í kringum seltjarnarnes drekkandi bjór!! Góð Idol-stemmning á Pravda, og úrslitin, já úrslitin, sjaldan hef ég verið jafn glöð eins og þegar í ljós kom að hún Anna Katrín sem getur bara sungið R&B, virðist ekki hafa betra hugmyndaflug fyrir afsökunum en að hún sé með hálsbólgu og á pabba sem kaupir handa henni atkvæði, já hún Anna endaði loksins í þriðja sæti enda eru þeir Jón og Kalli milljón sinnum betri!!
Endaði í góðum fílíng á Pool stofunni á Hverfisgötu og á Hverfisbarnum síðan þar sem dansað var fram eftir nóttu!
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Dr. Maack talar frá Læknagarði:
Borðaði köku í dag, ekkert annað búin að borða í dag, langar í meiri köku...
...ég er ekki að nenna að byrja að læra, er búin að vera dugleg að spila pool og hanga í gula sófanum.
Tók reiði mína út vegna sumarprófs í gær með því að henda mér í ræktina og hlaupa af mér og lyfta af mér allt vit! Bakaði svo köku til að ná hitaeiningunum upp aftur :-)
Rugl, komin tími til að reyna að gera eitthvað af viti...over and out!
þriðjudagur, janúar 13, 2004
mánudagur, janúar 12, 2004
Þetta var svakaleg helgi.
Föstudagur
Fór í síðasta prófið mitt loksins, gekk bara alveg ágætlega :-)
Idol partý hjá Helga, hellti slatta af g&t í mig og var í gúddý fíling! Spilaði á gítarinn og stemmarinn var góður. Bærinn, allir á Felix. Fór samt á Hverfis að hitta Sissu. Var orðin ansi vel hress og datt skyndilega úr stuði, taxi heim með Helga og Ólu og krassaði að lokum hjá Ólu.
Laugardagur
Vaknaði í ágætis fíling en hálf tuskuleg eftir djamm gærdagsins við að Óla skipaði mér að koma fram í fjölskyldumorgunverð. Púff. Fór heim og varð þunn as hell. Lág uppi í rúmmi allan daginn enda loksins komin í jólafrí svo það var í góðu. Fór hálf þreytt og slöpp í afmæli til Kristína Lóreyjar, rosa fínt, róleg stemming og læti. Fór heim til Ingu þar sem var kveðjudjamm fyrir Siggu A og haldiði ekki að þeim hafi tekist betur til en svo að koma mér í ruglið! Andsk... þunn as hell byrjuð að hella í mig bjór og passoa svo það var ekki aftur snúið. Skokkað yfir til Stínu þar sem hún var með reunion partý hjá gamla grunnskólanum sínum og kynntumst þar slatta af góðu fólki. Hoppaði í aðra íbúð á sama gangi þar sem var líka partý hjá Katli. By the way, aldrei heyrt um þennan Ketil fyrr en þetta kvöld. Farið í bæinn, stutt stopp á sólon, þjóðleikhúskjallarinn, celtic kross. Fín stemmari, en vorum send út því það var búið að loka, prump!
Eftirpartý hjá Stínu, vorum þar í gúddý fílíng, krassaði í stúdentagörðunum.
Sem sagt mjög góð helgi :-)
laugardagur, janúar 10, 2004
Jæja, þá er maður loksins komin í jólafrí. Það er mjög gott, síðasta prófið var í gær og ég massaði það heldur betur, gekk mjög fínt :-)
Seinna próflokadjamm í gær. Idol hjá Helga, bærinn, Felix, Hverfis, fínt stuð, hitti fullt af fólki.
Krassaði í kópavogi.
Vaknaði þunn as hell en er að hressast eftir að hafa sofið í allan dag.
Ammæli í kvöld og jafnvel bæjarferð en ætli maður verði ekki edrú í þetta skiptið.
Anyway...keep up the good work folks!
fimmtudagur, janúar 08, 2004
GRRRRR... hvernig er hægt að gera manni þetta að láta mann vera ennþá í prófum!!
Þetta er ekki mannlegt, ég er byrjuð að reyna að bíta í eyrað á mér á 3 mín fresti og strax eftir 3 mín þá er ég búin að gleyma að ég gat það ekki 3 mín áður og eyði töluverðum tíma í það að reyna aftur!!
grrr...
mánudagur, janúar 05, 2004
Yfirlitið er á leiðinni, er að fara í próf á föstudaginn svo það kemur líklega strax eftir það, verð víst að einbeita mér að því núna :-)
Ég er drullu sátt við niðurstöðuna á nýjasta prófinu sem ég tók:
You are going to marry Ashton Kutcher. He is kind
and sweet, but pulls a lot of pranks (and
probably quite a few on you too!!)and can
always make you laugh.
Congrats!!
Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla
fimmtudagur, janúar 01, 2004
GLEÐILEGT ÁR!!!
Áramótin voru MÖGNUÐ! Gott fjölskyldu party heima fram yfir miðnætti, snilldar partý hja Valgerði fram undir morgun og endað í eftirpartýi heima hjá Kristjáni Hauk. Gleymdi öllu dótinu mínu hjá Valgerði, m.a. húslyklum svo að ég krassaði bara hjá Stebba frænda.
A bit thin today svo að ég ætla að sofa núna...allt að gerast á morgun...venjulegt líf að byrja aftur og það er próf framundan svo það er betra að fara að koma sér í gírinn!
Nánari útlistun á áramótadjammi fljótt...jafnvel stutt yfirlit yfir árið, veit ekki hvort það sé stemmari fyrir því...