Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, mars 31, 2007

Óþolandi

Af hverju fær maður alltaf leiðinlegustu lögin eða lög sem maður hatar á heilann? Af hverju fæ ég aldrei skemmtilegt lag á heilann? Óþolandi, já ég segi óþolandi!!!!

miðvikudagur, mars 28, 2007

Allt í járnum

Það er ekki hægt að segja annað en það sé allt í járnum núna, já það er bara allt að gerast. Ráðningafundur í kvöld...hvernig verður sumrinu ráðstafað??? Eru það peningar eða ánægja sem draga??? Ég er að fríka út...

sunnudagur, mars 25, 2007

Hnakkaþykkt

Það eru til ótrúlega mörg greiningartæki og tól í læknisfræði sem við notum dags daglega og fólk nýtur mikils gangs af. Mörg þessara tækja eru einföld en geta gefið okkur gífurlega mikilar upplýsingar. T.d. röntgenmyndir sem sýna okkur beinbrot o.s.frv.
Fyrir mér er hins vegar algjörlega óskiljanlegt hvernig sumir þessara hluta komust í gangnið og hvernig fólki datt þetta í hug. Eitt besta dæmið sem ég veit um slíkt er hnakkaþykktarmæling sem er gerð í 12. vikna sónar skoðun hjá konum á meðgöngu. Með henni er hægt að spá fyrir um líkurnar á meðfæddum göllum hjá fóstrinu, m.a. litningagalla (t.d. Down´s) eða hjartagalla. Það sem ég skil hins vegar alls ekki er hvernig eitthverjum gat hugsanlega dottið í hug að það væru tengsla á milli hnakkaþykktar hjá fóstri á 12 viku meðgöngu og meðfæddra gallra. Hvernig fékk maðurinn, sem heitir reyndar Kypros Nicolaides, þessa hugmynd? Vaknaði hann bara einn daginn og hugsaði: "best að prófa að mæla hnakkaþykkt hjá fóstrum og sjá hvort það tengist eitthverju?"

föstudagur, mars 23, 2007

The ring of fire

Ég heyrði sögu um daginn að lyfjafyrirtæki hefði sótt um leyfi til að fá að nota lagið "Ring Of Fire" með hinum einna sanna Johnny Cash í auglýsingu fyrir nýtt lyf gegn gyllinæð.
Núna get ég ekki hugsað um neitt annað en gyllinæð þegar ég heyri þetta snilldar lag, sem er í töluverðu uppáháldi hjá mér. Spurning hvort nú verði breyting þar á.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Stanslaust stuð

Þá er maður að verða stigin upp úr flensunni. Helvítið náði mér á endanum

Var boðin í leikhús af tengdamóður minni í gærkveldi. Til að hafa ennþá meira gaman af ferðinni kom móðir min með líka. Sem sagt leikhúsferð á Alveg brillijant skilnaður (einleikur Eddu Björgvinsd.) með mömmu og tengdó. Okey, ég er ekki fan Eddu Björgvins., almennt fer hún frekar mikið í taugarnar á mér, en ég fór með opnum hug á sýninguna þar sem hún er nú búin að vera í sýningu ansi lengi og það hlýtur að vera eitthver ástæða fyrir því.
Niðurstaða: Bara alveg ágætis kvöldskemmtun, vel leikið og Edda fór ekki í taugarnar á mér. Frekar dauf fyrir hlé og ég get ekki sagt annað en mér hafi liðið hálf furðulega þegar farið var að tala um kynlíf miðaldra fólks og gera grín af því með tali og leik, því jú ekki má gleyma að ég sat á milli mömmu og teingdó. Anyways, eftir hlé fór sýningin aðeins á flug og ég náði að hlægja af þó nokkrum bröndurum.

mánudagur, mars 12, 2007

Til hamingju með afmælið

Afmælisbarn dagsins þann 12/03 2007 er engin önnur en Steinunn Skúladóttir. Megi hún lengi lifa og njóta dagsinn í Forlí þar sem hún er nú stödd á Ítalíu.

Búggí búggí - út á gólf - fyrir þá - sem vilja dansa...

Já það var sko búggí búggí á árshátíðinni. Ótrúlegt hvað svona 3 klst. dans tekur mikið á. En að öllu leiti tókst árshátíð læknanemar mjög vel þetta árið. Maturinn góður, allir fínir og sætir, skemmtiatriðin hressandi, mikið dansað og bara allt eins og það á að vera.

Ég var að vísu ansi þreytt þegar ég mætti, enda skellti doktorinn sér í Powerade hlaupið á fimmtudagskvöldið. Ég og Allý vorum einu hetjurnar sem létum sjá okkur í þetta skiptið. Ég er ekki búin að æfa nánast neitt á þessu ári svo að formið var ekki upp sitt besta. En þrjóskan í mér, eins og þeir sem þekkja mig úr sundinu vita af, píndi mig áfram og ég náði markmiði mínu að hlaupa 10 km undir ákveðnum tíma. En þvílíkt hvað mér leið illa eftir á. Hvað er maður að gera sér ég bara spyr? Rugl, já ekkert nema rugl.

sunnudagur, mars 04, 2007

Allt að gerast

Jæja nú er loksins eitthvað farið að gerast í skólanum. Jamm, mín er búin að vera viðstödd 3 fæðingar, nokkra keisaraskurði og margt fleira áhugavert. Get ekki annað sagt en að kvenna- og fæðingalækningar hafa hækkað töluvert á listanum mínum varðandi áhuga á sérnámi. Sem er ótrúlega merkilegt því þegar ég byrjaði í læknisfræði fyrir 4 og hálfu ári (omg hvað það er langt síðan) þá var þrennt á útilokunarlistanum:
1. Kvennsjúkdómalæknir
2. Geðlæknir
3. Heimilislæknir
Ég held mig við að útiloka nr. 2 á listanum en nr. 1 hefur hækkað verulega. Hef ekki myndað mér endanlega skoðun á nr. 3 þar sem ég er ekki búin með heimilislæknisfræði kúrsinn, en verð þó að segja að þetta er ennþá á útilokunarlistanum

Og svo bara árshátíð eftir minna en vikur, föstudaginn 9 mars. Það verður sko búggí búggí, búin að kaupa mér kjól og alles. Já, alltaf gaman að sjá Dr. Maack í kjól, gerist ekki á hverjum degi.