Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

sunnudagur, september 28, 2003

Langar að benda ykkur á linkana sem ég var að bæta inni á. Sóley og Svala krúttin mín eru náttúrulega með heimasíður með myndum og læti!!
Respect for the man in the ice-cream wagn!!

Óvissuferð síðasta föstudag!!

Þvílík og önnur eins snilld! Þetta var mögnuð ferð. Við stelpurnar byrjuðum á því hita okkur aðeins upp upp í læknagarði og ég hellti í mig tveimur breezerum (ég að drekka brezzer, halló halló hvað er að gerast) á ekki meira en 10 mín svo maður var komin í gírinn í rútunni kl. 18. Þá var farið á Við Tjörnina þar sem við fengum snittur og skoluðum þeim niður með nokkrum góðum og köldum bjórum. Þar var kynnig á hjálpartækjum ástarlífsins og var mikið hlegið og tókst gaurnum að selja nokkrum egg eftir að mikil meðmæli höfðu verið sett fram af Ólöfu snillingi.
Rútan fór með okkur niður í Baðhúsið þar sem við skelltum okkur í pottinn og drukkum freyðivín. Eftir þetta voru allir orðnir mjög mjög mjög mjög fullir og ég var þar ekki undanskilin. Fórum niður á Kapital og hittum þar stákana sem voru engu skárri en við. Hihihi.
Þetta var algjör snilld, ég dansaði eins og ég ætti dansgólfið og hélt áfram að drekka! Svona á að gera þetta! Og klukkan bara rétt orðin 22:00!! :-)
Um hálf tvö var svo ákveðið að það væri komin tími á heimferð og Óla og Sigga, sem voru ansi vel hressar líka, ákváðu að við værum að fara upp í læknagarð að sækja linsurnar þeirra eða gleraugun eða eitthvað álíka! Svo það var rokið þangað og svo ætluðum við allar upp í kópavog en þá allt í einu kom upp úr Ólu að hún ætlaði upp í Breiðholt til Arnórs og ég átti bara að koma með þangað! Einmitt það sem mig hefur alltaf langað til að gera!!! (right) Svo ég rak þær bara heim í leigubíl, chillaði aðeins upp í læknagarði og rölti mig svo heim.
Gott kvöld, einkunn = 9,5. (10 ef ég mundi muna eftir öllu kvöldinu)

Laugardagur og sunnudagur eru svo lærudagar, eða reyna að læra dagar.

Núna þarf maður svo bara að taka aðeins á stóra sínum og klára þessa næstu heilaviku og svo er próf á laugardaginn. Jei jei jei jei því eftir það er svo bara heilapartý og þá verður tekið á því!!

fimmtudagur, september 25, 2003

Já ekki má gleyma því, heyrði í Spánverjanum Sissu í gærkveldi og hún var á rassgatinu.
Djöfull öfundaði ég hana. Miðvikudagskvöld, klukkan 2 um nóttina og bara í goody fíling með rauðvín í annari og hvítvín í hinni. Ekki slæmt það. Ég var að deyja úr þreytu geðveikt mygluð eftir að vera búin að læra í 14 klukkutíma!

Fór bara að sofa, en nei nei, ég gat ekki sofnað og var andvaka til kl. 4 í nótt. Þetta er helvíti að liggja svona andvaka.

Dr. Maack talar frá læknagarði...
...ástandi hér er ekki gott, útlitið er ekki gott...ég er ekki búin að borða nammi í næstum því tvo sólarhringa! Þetta er ekki alveg málið núna held ég þar sem ég hef ansi mikið að læra næstu vikurnar og sykurinn gefur manni ekkert nema orku.

Fór í ræktina áðan, djöfull líður manni alltaf vel eftir að hafa hreyft sig aðeins, þetta verður sko gert daglega held ég bara.

Flugvöllur í kvöld að sækja Valgerði, Hauk, Sóley F. og Svölu K. Hlakka mikið til. En heilinn bíður svo ég held áfram að læra um heilastofninn núna. Adios!

þriðjudagur, september 23, 2003

Ó my god!!
Ólöf klikk vinkona mín var að skora á mig að fara í mánaðarnammibindindi!! � ég að taka áskoruninni?? Látið ljós ykkar skína.
Spurning er bara hvað ég fæ ef ég stenst áskorunina, það er eins gott að það sé eitthvað veglegt í boði, kippa af bjór eða eitthvað álíka!!

Las um heilann í dag í 11 klukkutíma og heilinn í mér er hættur að virka núna. Er að spá í að drulla mér á sundæfingu í fyrsta skipti í tvær vikur, bumban er farin að segja til sín.

mánudagur, september 22, 2003

Hvaða gríska guði líkist ég mest??

Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

Börnin mín eru að koma til mín á fimmtudaginn! Jei jei jei jei jei! Mikið hlakka ég til. (Fyrir þá sem ekki vita þá eru börnin mín, dætur systur minnar sem býr í Englandi í augnablikinu.)

Og já ekki má gleyma að á fimmtudaginn síðasta byrjaði loksins ný langþráð sería af Barcelor!! V'u hú, en því miður þá er gaurinn bara ekkert sætur, en stelpurnar virkuðu hins vegar mjög heimskar svo að það á örugglega eftir að vera eitthvað um bitch fight þarna :-)
Og í kvöld byrjar Survivor!! Orðið soldið þreytt reyndar en samt verð ég samt að fylgjast með, það er bara eitthvað sem lætur mann detta inn í þetta....

Dans í kvöld, langt síðan ég hef dansað, búin að gleyma öllu!

Ég ætla að verða duglegri að skrifa, ég lofa, annars veit ég svo sem ekkert hvort að það er eitthver að lesa þetta...

Miklar fréttir hjá mér: ÉG VAR EDRÚ ALLA HELGINA!!
Já haldiði það ekki bara, ég fór í idol partý hjá Brynjari á föstudeginum og fólk í góðum fíling þar en nei, ekkert fyrir mig. Fór svo í heimsókn til Andreu og svo til Kalla í heimsókn. Bara rólegt kvöld. Vaknaði reyndar ekki fyrr en á hádegi á laugardag en náði góðum lærudegi og var sátt!
Fór í partý sem Óla var í og þekkti engan og allir héldu örugglega að ég væri skrítin þar, enda edrú en alþekkt geynilega fyrir að vera það ekki. Fórum svo í bekkjapartý til Inga þar sem allir voru vel hressir enda klukkan orðin hálf eitt. Sú setning sem ég heyrði líklega oftast um kvöldið var: "Heiðrún, hvað er að gerast, ég er drukkin(n) og þú ert edrú, ég hef aldrei upplifað þetta!"
Svo var keyrt niður í bæ um 3-leitið en ég var orðin hálf þreytt og það var rigning og rok úti og röð á Hverfis þangað sem allir ætluðu að fara svo að ég stakk bara af og fór heim. Ætlaði nú heldur betur að fara að sofa en gat ekki sofnað svo ég tók upp lífefnafræðibókina til þess að svæfa mig...en nei, nei...henni tókst það sko ekki og ég renndi í gegnum e-r tíu blaðsíður í þessari líka skemmtilegu bók!

BAD BOYS II það er málið í dag. Fór á hana á sunnudaginn með Sivvei, Kristínu og Ólöfu. Mögnum mynd að mínu mati, allir í bíó!

Svo í dag byrjaði ég í taugaanatómíu. Gaman að fá falsh-back frá Clausus í fyrra að sitja í tíma hjá Hannesi Blöndal snillingi. Svo í verklegu að skoða heila, mjög gaman...en samt tóks mér að sofna! Hvað er í gangi!

þriðjudagur, september 16, 2003

Jei jei jei jei!!!!!!!!!!!

Ég er búin að bóka mér ferð til London 16-20 október :-)
Mikið hlakka ég til að komast aðeins héðan í burtu frá þessu annars ágæta landi.

Þessi helgi var algjör snilld!! Þvílík og önnur eins snilld hefur ekki verið til staðar í mínu lífi í lengri tíma! Læknanemaferð 2. ár nema í forvarnarstarfsferð í Þjórsárver rúllar!

Fórum í rútu frá Læknagarði kl 17 á föstudeginum og strax í rútunni var fyrsti bjórinn opnaður. Stoppað var á Pizza 67 á Selfossi þar sem pizzurnar runnu niður í mannskapinn í takt við bjórinn. Húsið sem við gistum í var algjör snilld, ekta hús fyrir svona ferðir. Fólk kom sér fyrir og opnaði áfengið sitt. Kvöldvaka undir góðri stjórn Eyjólfs kom stuði í mannskapinn og miklir leikrænir hæfileikar komu fram í actionary spili. Hellt í sig fram á nótt en þó voru margir að spara sig fyrir laugardagskvöldið. Ég og Geir tókum góða syrpu með slökkvutæki og væntanlegar eru myndir frá ferðinni á netið bráðlega, þar á meðal góð slökkvuliðstækja syrpa. Upplýsingar um hvar þær verður að finna koma síðar.
Eftir að hafa sofið vel uppi á sviði vorum við ræst á laugardeginum og voru þá hópumræður um hin ýmsu málefni tengd kynfræðslu. Eftir hádegi var svo horft á myndband frá samtökunum 68 og loks var farið í snilldar ratleik. Þvílíkur kvöldmatur var borinn fram, lambakjöt með öllu tilheyrandi og rauðvín og hvítvín og yfir matnum voru svo leikþættir sem voru hluti af ratleiknum sýndir. Hver hópur átti sem sagt að vera með stuttan leikþátt og þemað var hözzl. Fólk komið soldið í glas svo að það er ekki hægt að segja annað en að allir hafi farið á kostum gjörsamlega. Djammað fram undir morgun, mikið dansað, mikið drukkið, mikið spilað á gítar (takk Haukur fyrir að hafa slitið alla strengina mína :-) ).
Það sem ég drakk á laugardagskvöldinu:
Rauðvín
Hvítvín
Bjór
Breezer
Eplasnafs
Bacardi Lemon
Viskí
Stroh
og ef til vill eitthvað meira...
Þegar ég fór svo að sofa þá fannst mér mjög góð hugmynd að gefa öllum sem voru farnir að sofa saltstangir að borða og lagði saltstangir á koddan hjá öllum svo þeir gætu fengið sér að borða ef þeir mundu vakna svangir! Ég var ekki vinsæl um morguninn þegar að allir vöknuðu og allt í brotnum saltstöngum út um allt.
� sunnudeginum var fólk hálf þunnt og þreytt en við hlýddum samt á fyrirlestur hjá Eyjólfi og Unni og svo var pakkað og farið heim.

Þessi ferð var algjör snilld og verður lengi í minni höfð! En núna tekur bara við lærdómur, maður verður að reyna að ná upp eitthverju loksins og hætta þessari leti :-)

föstudagur, september 12, 2003

Jæja vikan búin eins og venjulega. Þessi vika er búin að vera sú skemmtilegast í skólanum fram að þessu. Núna á miðvikudag, fimmtudag og föstudag erum við búin að vera á forvarnarnámskeiði í skólanum. Þetta eru búinir að vera langir og strangir fyrirlestrar á milli 8-17 en þeir eru ótrúlega fræðandi og skemmtilegir. Svo er ég að fara að leggja af stað upp í bústað eftir tvo tíma þar sem fræðslan heldur áfram og auðvitað verður tekið eitthvað gott djamm með þar :-)

Annars er ég búin að vera frekar löt að læra þessa vikuna, maður er eitthvað svo þreyttur eftir að hafa setið svona lengi á fyrirlestrum allan daginn þannig að bækurnar verða bara að bíða þangað til eftir helgi.

En ég þarf að drífa mig í ríkið núna (jei) og pakka og svoleiðis. Fáið betri sögu og vonandi sögu af eitthverju rugli sem gerist um helgina á mánudaginn!

Bið ykkur vel að lifa þangað til!

mánudagur, september 08, 2003

Ég er ekkert alveg að standa mig nógu vel að blogga...en það er þá að minnsta kosti eitthvað til að bæta úr, getur varla versnað!

Helgin mín var skrautleg:

Föstudagur:
Heljarinnar læknanemadjamm hófst með litlu innflutningspartýi hjá Dr. Bóbó þar sem við buðum okkur nokkur sjálf í smá bjór áður en haldið var niður á Prada. Þar var frír bjór og læknaspírabolla. Það var því hafist handa við að hella í sig eins miklu ókeypis víni og �slendingi sæmir. Ég tók skemmtilegt teningadrykkjuspil sem ég bjó til með nokkrum ungum læknum (1. árs busum) til að reyna að kenna þeim hvernig á að gera þetta, drekka þar að segja :-). Nýnemakynningin tókst vel og voru flestir vel ölvaðir og nokkrir stóðu sig betur en aðrir. Bryndís, Grísli, Andrea og Sissa komu svo á Prada og voru í fíling. Ég splæsti bjóra á nokkuð marga (hlakka ekki til að skoða stöðuna á reikningnum mínum) og búggíið hélt áfram. Sökum ölvunar mínar og Ólu snillings tókum við saman gott fyllerís "trúnó" og vil ég þakka henni fyrir að gefa mér gott eyra! Góður hópur fólks hélt svo á Sólon þar sem var tómt og því var stefnan tekin á Vegamót. Þar var tekin bjór og teningaspil og stemmarinn var góður. Haldið aftur á Sólon, dansað, Nonnabiti, leigari, sofa.

Laugardagur:
Vaknað við símann kl. 9:48!! Halló hver hringir svona snemma á laugardagsmorgni!! Auðvitað Sissa að biðja mig um að koma að baka! Sofa meira, hjálpa Sissu að baka, 7. ára afmæli hjá Apríl litlu frænku, stelpukökuboð hjá Sissu og glápt á leikinn. Skutlaði Byrndísi og Grísla í bæinn og hafði mig til á 1 mín og fór út að borða á Hereford steikhúsi! ALDREI BOR�A � HEREFORD STEIKHÚSI! Við biðum eftir matnum í tvo tíma sem var svo ekki góður eftir þessa löngu bið, kjötið seigt, kartaflan hrá, bernesósan eins og vatn og maður varð ekkert saddur. Alveg ekki peninganna virði. Kvörtuðum og það eina sem við fengum út úr því var frír drykkurinn með matnum sem var alveg heilar 300 kr á mann! Þetta var algjör stemmnings killer svo elsku Birna mín + ein litil í mallanum komu að sækja okkur og ég gisti hjá henni til að passa hana ef litla mundi vilja komast út þá nóttina!

Sunnudagur:
Læra!

Núna er ég hins vegar að fara að kveðja Sissu mína því hún er að fara að stinga mig af og flytja til Spánar á morgun í heilt ár! Mikið á ég eftir að vera einamma í vetur, þið eruð bara allar vinkonur minar að yfirgefa mig! (ekki allar kannski en margar).

miðvikudagur, september 03, 2003

Af hverju er svona auðvelt að sofna í skólanum! Af hverju sofnar aldrei neinn nema ég í skólanum! Ég færi auðvelt með að fá titilinn svefnpurka læknadeildar! Ég gæti þá að minnsta kosti verið stolt af því að hafa titil.

Steinunn min er farin til �talíu en hún er alveg að digga það heyrist mér á því sem hún segir. Hrönn er líka farin í burtu, hún ákvað að skreppa aðeins styttra eða til Tælands! Það verður illa fyndið þegar hún kemur til baka og fer að rífa kjaft við tælendingand í strætó með allar dósirnar.

Ég get ekki beðið eftir helginni, þetta er búið að vera hálf löng vika og ég er strax komin u.þ.b. 200 bls eftir á í lífeðlisfræði og eitthverjum 100 bls eftir á í lífefnafræði, þetta er bara rugl!

mánudagur, september 01, 2003

Klukkan hringir í morgun, lít á hana, korter yfir sjö, what the fuc..., af hverju er ég að vakna svona snemma!!!! Snooze!
En nei, enga leti, skólin byrjar kl. 8!
Skrítið að vera byrjuð aftur í skólanum, mér finnst eins og sumarið hafi bara aldrei komið.

En helgin ja, hvernig var helgin mín. Helgin var skrautleg!
Föstudagur: Byrjað að fara á listasýningu með Andreu stóru systur, mömmu sætu og Bryndísi bestu frænku. Ógeðslegt hvítvín í boði, en ég meina hei, þetta er samt áfengi. Farið í heimsókn til Kalla buddy og hellt í sig bjór meðan kauði var að pakka. Leigari í bæinn, röð dauðans á hverfis svo mín dróg upp Félag læknanema korið sitt og bullaði eitthvað og dyraverðinum og mín inn fyrir framan alla röðina! Engin á hverfis svo ég hringdi í Dr. Helga og hann og Ölli á röltinu. Hitti Sigurveigu (1. árs nemi) og dróg hana með mér. Fórum öll á Ari í Ögri og drukkum brennivín með bandaríkjamönnum. Hulda, Arnar, Ólöf og Kamila komu og búggíuðu með okkur. Arnar og ég tókum "í nafni ástarinnar" með trúbadornum sem var að spila. Kvöldið endaði miðurlega, eða hvað veit ég? Ekki man ég það?
Laugardagur: Bara eitt orð ÞYNKA!

En bækurnar bíða, ætli þeir eigi ekki eftir að bíða þangað til í nóvember...