Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

sunnudagur, nóvember 30, 2003

já, ég fór út að borða í hádeginu í dag, bestast frænka mín í geiminum bauð mér í hádegismat á Ítalíu, nammi nammi namm, carlzone pizza er bestust í geiminum...

...takk fyrir mig Bryndís! Þú ert bestust!!!

Guð hvað ég er lötust í öllum geiminum...við erum að tala um að ég bara get ekki sest niður og farið að læra...
...öllu heldur...ég sest niður en það gerist ekkert, ég horfi bara á bækurnar svo tímum skiptir og ákveð svo að leggja nokkra kapla sem endar í því að leggja kapal í tvo klukkutíma...

Mamma og pabbi eru að fara til Flórída á morgun, ohhh, væri ég ekki til í að liggja í sólbaði í 10 daga og drekka koktela á ströndinni, en nei nei, best að halda áfram með n. trigeminus!!!
Kosturinn er hins vegar sá að þá hef ég húsið alveg út af fyrir mig og get lært og lært og lært án þess að það sé eitthver að skamma mig fyrir að hafa ekki gengið frá eftir mig eftir matinn eða eitthvað álíka!
Ég er líka búin að koma mér svo sérdeilis vel fyrir í lazy-boy stólnum inni í stofu. Sit þar með bækurnar á borði sem ég bjó til við hliðina á honum ásamt fjarstýringum og símum, tölvuna ofan á mér, sjónvarpið er beint fyrir framan mig og græjurnar beint fyrir aftan mig. Svo er litili ískápurinn minn komin úr viðgerð svo ég get haft hann við hliðina á mér líka og vitið hvað??? Þá barasta þarf ég ekkert að standa upp fyrr en 10 des þegar ég fer í prófið!!! Eina vandamálið voru klósettferðir en ég meina hei! er ég ekki læknanemi?!?! ég skrepp bara niður á lansa og ræni mér þvaglegg!!

föstudagur, nóvember 28, 2003

Tónlist!
Tónlist er magnað fyrirbæri sem hefur ótrúlega mikil áhrif á líf margra okkar. Ég er búin að sitja í allan dag og lesa um sjálfvirka taugakerfið og hlustað á tónlist í leiðinni. Þegar allar þessar taugabrautir voru farnar að flækjast í hausnum á mér sökum of langrar setu byrjaði hugurinn að fara á flug og tónlistin sem ég var að hlusta á greip huga minn sterkum tökum og ég flaug inn í hana. Ég fór að velta því fyrir mér ef að ég væri að fara að eyðieyju og mætti bara taka 10 af geisladiskunum mínum með mér hvaða diska ég mundi taka?? Púff, þvílík vandamál sem myndi fylgja því, bara 10. Diskasafnið mitt er nú ekki það stærst sem um getur en þó á ég töluvert fleiri diska en 10 svo að nú var úr vöndu að velja. Hvernig á maður að velja sér 10 diska? Eftir langa og stranga umhugsun var ég komin með lista sem þó er á miklu flakki því að töluvert margir aðrir diskar komu jafn sterklega til greina en maður verður að velja víst og hafna og held ég að hugarástand manns þegar á hólmin er komið að taka slíka ákvörðun hafi gífurleg áhrif.
Listinn: (þetta er ekki eftir númerum um hver er bestur heldur einungis upptalning)
1. Placebo - Without you I´m nothing
2. The Smashing Pumpkins - Rotten Appels (Greatest hits)
3. Radiohead - OK Computer
4. R.E.M. - Very Best
5. Nirvana - Unpluged in New York
6. Skunk Anansie - Stoosh
7. The Cranberries - No need to argue
8. Muse - Orgin of symmetry
9. Portishead - Dummy
10. Heiðrún
Þetta var ekkert smá erfið ákvörðun en ég ákvað að reyna að leyfa þessu að vera sem breiðast, ekki einblína bara á eina hljómsveit t.d. Og já, síðasti diskurinn...Heiðrún...þetta er svona diskur sem ég bjó til fyrir sjálfa mig fyrir nokkrum árum. Eins og allir hafa upplifað þá getur tónlist haft ótrúlega mikil áhrif á manneskju sem persónu, við tengjum atburði úr lífi okkar, bæið góða sem og slæma, við ákveðin lög og jafnvel heil tímabil í lífi okkar geta haft órjúfanleg tengst við tónlist. Ég eyddi því töluverðum tíma á sínum tíma og skrifaði niður öll þau lög sem að eru mér persónlega eitthvers virði, jafnvel þó að gæði tónlistarinnar sé umdeilanleg, þá eru þau eitthvers virði fyrir mig. Eins og ég segi þá er þetta ómetanlegt og getur verið gott að grípa í disk sem slíka á ótrúlegustu stundum í lífi mans, góðum eða slæmum. Svona diskar verða ekki úreltir. En svo er spuring um hvort að það sé ekki komin tími á að gera nýjan svona disk. Síðan ég bjó hann til hefur mikið vatn runnið til sjávar og tilfinningar tengdar örðum lögum brjóstast í manni í hvert skipti sem maður heyrir þau. Á móti finnst mér þó standa að ég vill ekki falla í þann farveg að gera þetta að eitthverri stórframleiðslu hjá mér, svona eins og pottþétt diskarnir eru orðnir.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Raunveruleikinn, ímyndað afl.
Kraftur hvaðan kemur hann?
Hann leitar að mér, leitar fast!
Tíminn, hvers virði?
Lífið, hvers virði?

Fór í bolta í gær.
Búin að hóta greyið strákunum í bekknum að mæta í fótboltan með þeim í hverri viku og í gær var síðasti bolti fyrir jól svo að ég gat ekki látið mig vanta. Held að ég hafi nú bara verið meira fyrir og jafnvel gert meira ógagn en gang en ég vona að það hafi ekki verið mjög slæmt. Skoraði ekkert mark, varði nokkur skot en MINNS LIÐS VANNS!!! jei jei jei jei! Hihi þið sem voruð í hinu liðinu, þið getið hugsað um það núna öll jólinn að þið töpuðuð fyrir stelpu!! hihihihi

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hent inn nýjum link...Brynjar...þú kemst á listan yfir frægt fólk sem fær link hjá mér...

Hei hei, ég er ömurleg í skriftum...en ég datt í það á föstudaginn...argandi snilld...
Ekki búin að gera neitt nema læra núna síðan í október eitthvertíman svo það var komin tími á smá skrall.
Fór í vísindaferð í hjartavernd, ágætt svo sem, og svo niður á viktor að horfa á idol.
Helltum aðeins meira í okkur og bara búggi...ekkert merkilegt samt svo sem...Kritz og Benji komu að hitta mig og við tókum nokkur spor þangað til að við röltum heim samferða...
Annars fór helgin bara í að læra...ég kem sífellt á óvart...bara læra...hvað ætli ég sé búin að skrifa þetta orð oft á bloggið mitt?!?!?!?!

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Lokaþátturinn af BACELOR í kvöld!
Partý hjá Andreu!
Held með Kirsten, hún er phyco! (hélt með Amber því hún er róni en það er víst ekki hægt lengur)

Brenndi mig á tungunni áðan þegar ég borðað kvöldmatinn, vill eitthver sætur kyssa á báttið??

Ég er orðin Dr. Maack!
Mætti í dag á heilsugæsluna í grafarvogi stundvíslega kl. 8 að fara að "vinna".
Fékk hvítan slopp og alles :-)
Tók á móti sjúklingum í allan dag (með eitthverjum lækni reyndar) og kinkaði kolli afar virðulega af og til á meðan fólkið talaði og þóttist vera að greina þau í huganum...hihihihihi...
Rosa gaman samt sem áður, fékk meira að segja að hlusta konu og svona, og svo leið náttúrulega næstum því yfir mig þegar að einn sjúklingurinn var sprautaður.
Aftur á morgun...víííí...hlakka mikið til...gott að það gerist eitthvað í lífa manns sem minnir mann á af hverju í andsk... maður er að læra þetta, lesa daginn inn og út...ég var farin að efast um hvort að þetta væri virkilega þess virði...

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

ÉG ER SVO MIKILL LÚÐI!!!!!!!!!!

Áðan þá ætlaði ég að massa þetta, ég fór í ræktina í súpermanbolnum mínum og stuttbuxum og ætlaði heldur betur að massa þetta. Fór á hlaupabrettið og hljóp eins og viltleysingur í 25 mín en þá varð mér allt í einu litið á klukkuna á veggnum. Humm...17:10...af hverju finnst mér eins og ég eigi að vera að gera eitthvað annað?!?!?! Lalalalala, hlaup, hlaup, hlaup áfram...GGGAAARRRRRRGGGGGG...ég á að vera uppi í læknagarði kl. 17:15 að hitta JJJ (kennarann minn í lífefnafræði) að ræða um eitthvern fyrirlestur sem ég á að halda á morgun...SHIT!!!
Stökk af hlaupabrettinu, út í bíl, brunað upp í læknagarð...hæ JJJ, ég heiti Heiðrún og er í lífefnafræði, ég held að það sé sumar því að ég er í stuttbuxum, ég held að ég sé ofurhetja því ég er í supermanbol og já, ég lykta eins og svín, ég fer bara í sturtu á jólunum!!!
Guð minn góður, ég var eins og hálviti, ég veit ekki hvað greyið kallinn heldur eiginlega um mig núna...
...þá er ég fallin í lífefnafræði að minnsta kost :-)

mánudagur, nóvember 17, 2003

Magnaður brandari...enjoy...

Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.
Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.
"Hvað er rökfræði?" spyr Jói.
Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"
"Hana á ég," svarar Jói.
"Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn.
"Mjög gott," segir Jói hrifinn.
Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús."
Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!"
"Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu."
"Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!"
"Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn.
"Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði."

Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.
"Hvaða fög tekurðu?" spyr Siggi.
"Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói.
"Hvað í veröldinni er rökfræði?" spyr Siggi.
"Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?" spyr Jói.

"Nei."

"Þú ert hommi er það ekki?"

Nýr linkur, stelpur-hópa-lækna-gellur

Annars er dr. maack staðsettur í læknagarði...sjúkdómslífefnafræði...nafnið sjálft felur í sér leiðindi!
Vaknaði með túrverki dauðans í morgun, mamma kom með verkjatöflur og hélt í hendina á mér og huggaði mig í korter. Ég er að spá í að láta taka legið úr mér, það á að banna túrverki með lögum!

laugardagur, nóvember 15, 2003

Bikarinn í sundi um helgina og ég ekki að keppa með :-(
Við erum að tala um í fyrsta skipti síðan 1994! Skrítin tilfinning þegar ég fór upp í sundhöll að horfa á á föstudaginn...800 skrið og engin Heiðrún að synda með tempó 56!! Bara rugl!

Og já, Birgitta Haukdal í TV...sögurnar á götunni segja að hún sé nýkomin úr kókaínmeðferð...eitthver sem veit eitthvað meira um það???

Jæja nú skal lesa bók,
um heila, kjarna og rætur.
Þetta hlýtur að vera djók,
ég býð þess aldrei bætur.

Blöndalinn er besta skinn,
þó semji flókin hefti.
Þetta kemst ei allt í heilann minn,
þótt ég dag og nætur lesti.

Að gefast upp er ekki val,
því styttis hratt í jólin.
Þá djamma ég í stórum sal,
og hugsa ei lengur um mólin.

Takk fyrir og góða nótt!

Laugardagskvöld...djamma..nei varla...ekkert svoleiðis lengur hjá mér.
Horfði bara á videó á Idendity. Fín mynd bara. Ekkert þreytt frekar en venjulega að kvöldi til svo ég held að ég fari svei mér þá bara að læra aðeins.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Það er skylda að fara og skoða þetta!!!!
Fara svo í ýmisleg og fletta í myndunum neðst þangað til þið finnið skrítnir kéttir!!!
Ég horfi á þetta þrisvar á dag!!!

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Djöfull var ég reið á mánudaginn...helvítis Lil!!! Savage rekinn!!! Survivor aðdáendur, þið vitið hvað ég er að tala um!


Mig langar í nammi núna, mikið mikið mikið mikið mikið mikið nammi!

ÉG HATA NERVUS TRIGEMINUS!!!!!!!! (fimmta heilataguin)
við erum að tala um að ég var í tvo og hálfan dag bara að lesa um eitthverjar greinar og kvíslar sem hún gefur frá sér! rugl, ég segi ekki annað rugl.

Var næstum því búin að panta mér flugmiða til Barcelona í dag, sissa heillaði mig upp úr skónum með skemmtilegum sms um George vin okkar (einkahúmor elskurnar minar) og ég var orðin illa æst upp í skóla að gefa skít í þetta og fara út...hljóp út um allt með sundgleraugu og superman skikkju úr flísi...


....hummmm...ég ætti kannski að far að læra aðeins minna, ég er byrjuð að hljóma eins og ég sé að tapa mér...

Ég er að tapa mér endanlega! Lærði til 3 í nótt, vaknaði kl. 7 og var mætt í ræktina kl. hálf átta!! Ég held að ég sé endanlega búin að tapa mér!
Fékk góða viðvörun frá Ólu í morgun þar sem hún bað mig vinsamlegast um að passa mig að sofna ekki á hlaupabrettinu! True! Ef eitthverjum mundi takast að sofna á hlaupabretti þá væri það ég! Mér tókst nú að sofna í sturtu um daginn...geri aðrir betur!

Hvað er að gerast??? Er Dr. Maack týndur???
Skóli, já þessi blessaði skóli, líf mitt og yndi, hvar væri ég án hans??? Já, hvar væri ég án hans??
Ég væri blindfull á spáni í heimsókn hjá Sissu, Hulda á leið til okkar í ruglið og með flugmiða í rassvasanum til Ítalíu að rulga þar með Steinunni...
...eins og ég segi, hvar væri ég án skólans!!!

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Hálf sorgleg helgi svo ekki sé meira sagt. Lært allan föstudaginn, horft á idol með Hildi. Ólu og Siggu heima hjá ömmu og afa hennar Hildar! Halló hvað gerir maður ekki til að sjá idol!
Mætt upp í skóla kl hálf ellefu á laugardagsmorgun. Læknagarður til kl. hálf ellefu á laugardagskvöldið. Heim, lagðist upp í sófa, horfði á endinn á e-i mynd í ríkissjónvarpinu. Komið sér vel fyrir og lært uppi í rúmmi til þrjú.
Sofið út á sunnudegi. Fór í skírn til Birnu í digraneskirkju og veislu. Nafn, já, það er komið nafn á litlu Birnu! En hún heitir ekki litla Birna (kom á óvart!) heldur SUNNA KRISTÍN! Já, ég óska henni til hamingju með nafnið, mér finnst það mjög fallegt!
Borðaði ógeðslega mikíð í veislunni...nammi nammi nammi...ógeðslega gott! Sumir borðuðu samt ekki neitt því þeir komu beint af djamminu í skírnina og voru svo hryllilega þunnir að þeir ældu meira að segja í digraneskirkju ;-) Hi hi hi hi, já Agnes mín, þú berð sko rónatitilinn svo sannalega uppi eftir þessa framistöðu!
Beint upp í skóla í sparidressinu að læra = sorglegt!
Bíó um kvöldið með Bryndísi og Grísla, Matrix III! Hvað er maður að spá að fara að sjá mynd númer þrjú, alveg sama hvaða mynd þetta er, það getur ekki boðað gott...videómynd í mesta lagi, alveg hægt að sleppa henni alveg samt.

Er að prenta út glærurnar fyrir fyrirlesturinn í lífefnafræði í fyrramáli! Hvað er eiginlega málið með þessa kennara???? Ég get svo svarið það!!! Við erum að tala um 67 glærur fyrir einn tvöfaldan tíma þ.e. 2 x 35 mín = 70 mín! Við erum að tala um eina glæru á mínótu...gleymdu þessu,´þú átt ekki eftir að komast yfir helminginn af þessu!!! En ég meina hei, það er alltaf gott þegar að kennarar fara vel út fyrir námsefnið og maður þarf að læra miklu meira heldur en maður hefur tíma til og þarf að lesa meira en helminginn af efninu sjálfur án þess að kennarinn fara boffs í baun í nokkuð í því...takk kennari, þetta verður góður dagur á morgun!

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Ég toppaði daginn með því að fá mér McDonalds í kvöldmat...þvílíkur viðbjóður!
Nýr linkur komin inn...Guðný Danmerkurgella...tékk it át!

Meika ekki að fara upp í skóla að læra í kvöld, ég veit að það er aumingjaskapur ég bara meika það ekki. Ætla frekar bara að vera heima og horfa á Bachelor og kíkja kannski aðeins í bók!
Lifið heil!

Kill Bill er snilldar mynd!!!
Það er mjög langt síðan að ég hef komið út úr bíói og verið mjög sátt við að hafa eytt 800 kr í afþreyinguna. Það er mjög langt síðan að ég hef séð mynd sem ég hef verið svona sátt við...þið sem eruð ekki búin að sjá hana, það er komin tími til að drífa sig í bíó!

Bráðavaktin er alltaf jafn skemmtileg, en hvað er málið með læknanema með Parkisons! Ekki muni ég vilja láta hann skera mig upp! Já, talandi um ER, þá gleymdi ég að segja ykkur hvernig ég reddaði mér út úr þessum fyrirlestri um útlit og traust, sem að var órtúlega innihaldslaus og leiðinlegur hjá mér með því að setja inn fullt af myndum af sætum læknum úr ER sem ég fann á netinu :-) Dr. Carter er nú gott dæmi um vel útlitandi og traustverðugan lækni.

Holl matarsamsetning hjá mér í dag, kjúllingur í morgunmat, rosa draumur, fílakarmellur og kók í hádegismat og svo rottuborgari, franskar, koktelsósa og kók frá BSí núna í eftirmiðdag og stórt snickers í eftirmat...ég finn hvernig ég er að grennast!

mánudagur, nóvember 03, 2003

Að sjálfsögðu var ég bjór og ekki nóg með það heldur var ég froskur að koma upp úr bjórdós því að ég ákvað að vera í kermit búning innan undir!!
Helgi vill endilega drepa Billa í kvöld klukkan átta. Það hljómar bara sérdeilis ágætlega! Óla þykist eitthvað vera að beila en ég held að hún láti nú sjá sig, ég trúi ekki öðru upp á hana. Og hver veit nema að Bobo og Hildur hjálpi til við morðið!
Annars var lært ágætlega um helgina. Fór í afmæli til Ölla á laugardagskvöldið, Til hamingju með afmælið Ölli!!! Fékk mér nokkur rauðvínsglös og g&t glös en fór bara heim um eitt-leytið að lúlla.
Lært og lært og smært á sunnudaginn.

Djöfull massaði ég þetta í dag hins vegar. Hélt þennan snilldar fyrirlestur um útlit og traust og Siggi Árni massaði heldur betur skilgreininguna á trausti. Ólöf mín, þú áttir samt daginn því að lögin sem að þú last upp fyrir okkur svíkja engan!

En hópumræður í lífefnafræði bíða! Annar fyrirlestur í dag...þetta bregst aldrei...ég er svo glöð :-)

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Snilldar grímuball á föstudaginn!! Þið sem mættuð ekki...þið misstuð af miklu!
Fékk verðlaun fyrir búninginn minn...2. sæti, drullu sátt. Mikið dansað, engir skandalar, ágætlega drukkið, heim að sofa um hálf þrjú. Gott kvöld.
Æ, got to go...meira á morgun eða í kvöld...